Mikil hætta getur skapast af hrúgunum

Malarhrúgurnar eiga að kallast á við náttúru hafsins, segir borgin, …
Malarhrúgurnar eiga að kallast á við náttúru hafsins, segir borgin, en íbúar eru ekki allir sáttir við þessa hólamyndun. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

„Hvort þetta eigi að vera einhvers konar listaverk eða tilraunastarfsemi með sjálfsprottinn gróður og illgresi, ég hreinlega veit það ekki. En þetta er vissulega táknrænt um stefnu meirihlutans, að verið sé að jarðsetja grænu svæðin í borginni,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Morgunblaðið og vísar í máli sínu til grjóthrúgna sem staðið hafa sl. vikur og mánuði við Eiðsgranda í Reykjavík, íbúum þar til ama.

Eyþór segir að tilgangur hrúgnanna sé með öllu óljós og ætlar hann því að kalla eftir skýrum svörum frá borginni. „Ég vil fá að vita hver tilgangur þessa gjörnings sé og ætla að spyrjast fyrir um það í borgarkerfinu, að öllum líkindum á vettvangi borgarráðs [í dag].“

mbl.is