Svo ný kynslóð komi auga á möguleikana

Þór Sigfússon segir mikilvægt að ungt fólk kynnist sjávarútveginum betur …
Þór Sigfússon segir mikilvægt að ungt fólk kynnist sjávarútveginum betur og þeim tækifærum sem þar eru að finna. Eggert Jóhannesson

Sjáv­ar­aka­demía Sjáv­ar­klas­ans er nýtt og metnaðarfullt verk­efni, unnið í nánu sam­starfi við Fisk­tækni­skóla Íslands, með það að mark­miði að fræða ungt fólk um bláa hag­kerfið og þau fjöl­breyttu tæki­færi sem þar eru í boði. Mun Sjáv­ar­aka­demí­an byrja á að bjóða upp á sum­ar­nám­skeið fyr­ir fólk á fram­halds- og há­skóla­aldri en í vet­ur bæt­ist við nám­skeið á fram­halds­skóla­stigi sem spann­ar heila önn og fæst metið til 30 ein­inga.

Þór Sig­fús­son, stofn­andi Sjáv­ar­klas­ans, seg­ir að því miður megi enn finna ýms­ar vís­bend­ing­ar um að ís­lensk ung­menni hafi tak­markaðan áhuga á að starfa í sjáv­ar­út­vegi eða tengd­um grein­um, ell­egar mennta sig í sjáv­ar­út­veg­stengd­um fög­um. Skýrist þetta að hluta til af því að unga fólkið þekki ekki nógu vel til grein­ar­inn­ar og viti ekki hversu fjöl­breytt og spenn­andi starf­semi fer fram inn­an bláa hag­kerf­is­ins.

„Í huga þeirra er það að vinna í sjáv­ar­út­vegi það sama og að fara á sjó eða vinna í fisk­vinnslu, og lít­il vitn­eskja um allt hitt sem á sér stað inn­an grein­ar­inn­ar. Við þurf­um að breikka sýn nýrra kyn­slóða á þetta svið og efla vitn­eskju um alla þá ný­sköp­un sem á sér stað inn­an bláa hag­kerf­is­ins­hjá fyr­ir­tækj­um sem eiga jafn­vel ekk­ert skylt við sjáv­ar­út­veg þótt þau séu tengd grein­inni með ein­um eða öðrum hætti.“

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vígði verkefnið við formlega athöfn í síðustu …
Lilja Al­freðsdótt­ir mennta­málaráðherra vígði verk­efnið við form­lega at­höfn í síðustu viku, en sjáv­ar­aka­demí­an er studd af ráðuneyti henn­ar og af sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðuneyt­inu. Eggert Jó­hann­es­son

Þurf­um frum­kvöðla og ný fyr­ir­tæki

Þór seg­ir að það þurfi að opna augu ungra Íslend­inga fyr­ir því hvaða mögu­leik­ar bíða þeirra í bláa hag­kerf­inu, því þannig eign­umst við nýja frum­kvöðla og ný fyr­ir­tæki. „Auðlind­ir hafs­ins eru svo fjöl­breyti­leg­ar og geta leitt fyr­ir­tæki í ýms­ar átt­ir. Nú þegar eig­um við sjáv­ar­út­veg­stengd fyr­ir­tæki sem fram­leiða lyf og heilsu­efni, önn­ur sem þróa raf­knú­in skip, og enn önn­ur sem þróa lausn­ir til að rekja fram­leiðslu og dreif­ingu mat­væla frá upp­hafi til enda. Vissu­lega eru þessi fyr­ir­tæki tengd hefðbundn­um sjáv­ar­út­vegi en eiga sára­lítið skylt við hann.“

Bend­ir Þór líka á hve mik­il­vægt það er fyr­ir hag­kerfi og at­vinnu­líf að ný­sköp­un­ar­mögu­leik­ar í bláa hag­kerf­inu séu nýtt­ir eins vel og kost­ur er. „Ef við skoðum tíu verðmæt­ustu fyr­ir­tæk­in í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi í dag sam­an­stend­ur hóp­ur­inn einkum af út­gerðarfé­lög­um í hefðbundn­um rekstri. Mig grun­ar að eft­ir tíu ár, eða þar um bil, verði sam­setn­ing þessa hóps gjör­breytt og í stað út­gerða kom­in ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæki á borð við Mar­el, Kerec­is og Zy­metech – fyr­ir­tæki sem spruttu upp úr sjáv­ar­út­vegi en eiga í dag mjög fátt sam­eig­in­legt með fyr­ir­tækj­um sem stunda veiðar og vinnslu, nema kannski sög­una og menn­ing­una.“

Nýtt náms­um­hverfi

Nán­ari upp­lýs­ing­ar má finna á vefsíðu Sjáv­ar­klas­ans, www.sja­varklas­inn.is, en þar geta áhuga­sam­ir jafn­framt skráð sig á sum­ar­nám­skeið Sjáv­ar­aka­demí­unn­ar. Mennta­málaráðuneytið styður sum­ar­starfið en námið í vet­ur er styrkt af sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðuneyt­inu. Kost­ar 3.000 kr. að taka þátt í sum­ar­nám­skeiðinu en gjald­skrá fyr­ir vetr­ar­námið er sú sama og annað nám á fram­halds­skóla­stigi. „Námið fer fram í húsi Sjáv­ar­klas­ans auk þess sem nem­end­ur heim­sækja fjölda fyr­ir­tækja. Fjöldi öfl­ugra gesta­kenn­ara og fyr­ir­les­ara tek­ur þátt og fær nem­enda­hóp­ur­inn að kynn­ast alls kon­ar sjón­ar­miðum um ný­sköp­un og stofn­un fy­ritækja, allt ann­ars kon­ar náms­um­hverfi en þau eiga að venj­ast.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: