Hafnarstjóri yfirfari tillögur rannsóknarnefndar

Fjordvik á strandstað í nóvember 2018.
Fjordvik á strandstað í nóvember 2018. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hafn­ar­stjóra Reykja­nes­hafn­ar hef­ur veið falið að yf­ir­færa til­lög­ur rann­sókna­nefnd­ar sam­göngu­slysa vegna strands flutn­inga­skips­ins Fjor­d­vik við varn­argarð hafn­ar­inn­ar í nóv­em­ber fyr­ir tveim­ur árum. Þetta kem­ur fram í bók­un stjórn­ar hafn­ar­inn­ar. 

Mann­leg mis­tök við stjórn skips­ins Fjor­d­vik voru or­sök þess að það strandaði á varn­argarðinum að því er fram kem­ur í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar. Var skipið á leið til inn­sigl­ing­ar en fór vit­lausu meg­in við varn­argarðinn og strandaði þar.

Í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar sam­göngu­slysa kem­ur fram að rekja megi mis­tök­in til ófull­nægj­andi und­ir­bún­ings og sam­ráðs milli hafn­sögu­manns og skip­stjóra varðandi sigl­ingu þess.

Skrokkur skipsins skemmdist mikið við strandið.
Skrokk­ur skips­ins skemmd­ist mikið við strandið. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Skipið kom frá Fær­eyj­um og var að flytja sement. Um borð var 14 manna áhöfn auk hafn­sögu­manns sem hafði komið um borð í skipið stuttu áður. Var þeim öll­um bjargað frá skip­inu eft­ir strandið í þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

Í loka­skýrslu rann­sókna­nefnd­ar­inn­ar, sem samþykkt var á fundi nefnd­ar­inn­ar í vik­unni, kem­ur fram að þrátt fyr­ir að hafn­sögumaður­inn og skip­stjór­inn hafi farið yfir vænt­an­lega sigl­ingu virðist sem þeir hafi ekki haft sömu sýn á hvernig siglt skyldi inn til hafn­ar­inn­ar né hvernig bregðast skyldi við ef frá þyrfti að hverfa.

Fjordvik skemmdist mikið í strandinu. Það var sex dögum eftir …
Fjor­d­vik skemmd­ist mikið í strand­inu. Það var sex dög­um eft­ir strandið dregið í slipp í Kefla­vík þar sem það var úr­sk­urðað ónýtt og fór að lok­um í brota­járn til Belg­íu. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Legg­ur nefnd­in til nokkr­ar til­lög­ur til auk­ins ör­ygg­is. Bein­ir hún því til skip­stjóra og út­gerðar að fara eigi vel yfir vænt­an­lega sigl­ingu og veðuraðstæður auk þess að kynna sér vel undan­komu­leiðir. Þá beri skip­stjóra, þrátt fyr­ir sam­eig­in­lega ákvörðun á milli hans og hafn­sögu­manns, að sjá til þess að yf­ir­stjórn sé al­veg skýr til að koma í veg fyr­ir mis­skiln­ing.

Nefnd­in bein­ir því til hafn­ar­yf­ir­valda að hafn­sögumaður skuli afla sér upp­lýs­inga um viðkom­andi skip og skipu­leggja sigl­ingu til hafn­ar í sam­ráði við skip­stjóra og yf­ir­menn í brúnni. Þá eigi hafn­sögumaður ekki að taka yfir sigl­ingu skips­ins eða stjórn­tæki nema upp­lýs­ing­ar um slíkt liggi fyr­ir frá skip­stjóra. Einnig sé það hlut­verk hans að passa, þrátt fyr­ir sam­eig­in­lega ákvörðun hans og skip­stjóra, að yf­ir­stjórn sé al­veg skýr og ótví­ræð. Þá er lagt til að hafn­sögu­mönn­um verði skylt að sækja nám­skeið í mannauðsstjórn­un líkt og skip­stjór­um er skylt að gera.

Stjórn Reykja­nes­hafn­ar tók málið fyr­ir á fundi sín­um í gær og ályktaði eft­ir­far­andi:

„Stjórn Reykja­nes­hafn­ar þakk­ar fram­komna skýrslu og þau vönduðu vinnu­brögð sem þar koma fram. Sam­kvæmt skýrsl­unni er ekki hægt að rekja strandið til eins ákveðins at­viks held­ur  sam­spil margra smærri þátta og mis­skiln­ings í sam­skipt­um hafn­sögu­manns og skip­stjóra skips­ins. Í skýrsl­unni eru til­lög­ur til úr­bóta í sam­skipt­um við slík­ar aðstæður, jafnt til skip­stjóra, út­gerðar og hafn­ar. Stjórn Reykja­nes­hafn­ar fel­ur hafn­ar­stjóra að yf­ir­fari þær til­lög­ur og nýta til að skerpa á verklagi hafn­ar­inn­ar í framtíðinni. Samþykkt sam­hljóða.“

Hluti skemmda á Fjordvik.
Hluti skemmda á Fjor­d­vik. Ljós­mynd/​RNSA
mbl.is