Rakst á loðnuna í Færeyjum

Þó nokkuð var um dauða loðnu í færeyska firðinum.
Þó nokkuð var um dauða loðnu í færeyska firðinum. Ljósmynd/Rodmund á Kelduni

Síðustu helgi sást nokkuð til loðnu ná­lægt Tors­havn í Fær­eyj­um nán­ar til­tekið í firðinum Kald­baks­botn. Þetta kem­ur fram í tölvu­pósti Jan Arge Jac­ob­sen, hjá Hav­stov­an (haf­rann­sókna­stofn­un Fær­eyja), til 200 mílna. Hann seg­ir að þar fund­ust fjöldi dauðra fiska (lík­lega að lok­inni hrygn­ingu) og torf­ur sáust synda í sjón­um skammt frá ós Fjarðará.

Fiskurinn er sagður hafa verið um 13 til 14 sentímetrar …
Fisk­ur­inn er sagður hafa verið um 13 til 14 sentí­metr­ar að lengd. Ljós­mynd/​Rod­mund á Keld­uni

Loðnan upp­götvaðist af Rod­mund á Keld­uni þegar hann var á urriðaveiðum og tók hann mynd­ir auk sýna sem hann sendi fær­eysku haf­rann­sókna­stofn­un­inni. Stærð fisk­anna var um það bil 13 til 14 sentí­metr­ar.

Hav­stov­an sendi sýni til Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar (þeirr­ar ís­lensku) um miðjan maí og er beðið eft­ir niður­stöðum þaðan.

Torfurnar voru vel sýnilegar.
Torf­urn­ar voru vel sýni­leg­ar. Ljós­mynd/​Rod­mund á Keld­uni
Ljós­mynd/​Rod­mund á Keld­uni
Ljós­mynd/​Rod­mund á Keld­uni
mbl.is