Ný köngulóategund nefnd eftir Thunberg

Svona lítur veiðikóngulóin Thunberga út, en nýuppgötvaða tegundin er nefnd …
Svona lítur veiðikóngulóin Thunberga út, en nýuppgötvaða tegundin er nefnd í höfuðið á Gretu Thunberg loftslagsaðgerðasinna. AFP

Af­rekalisti sænska lot­fslagsaðgerðasinn­ans Gretu Thun­berg er orðinn ansi lang­ur þrátt fyr­ir ung­an ald­ur. Nú get­ur mann­eskja árs­ins að mati TIME tíma­rits­ins bætt því á list­ann að heil teg­und köngu­lóa hef­ur verið nefnd í höfuðið á henni. 

Thun­berga gen. nov. er heiti á nýrri teg­und veiðiköngu­lóa sem þýski átt­fætlu­fræðing­ur­inn Peter Jager upp­götvaði ný­verið. Jager nefndi teg­und­ina í höfuðið á Thun­berg, ekki síst til að heiðra fram­lag henn­ar til bar­átt­unn­ar gegn lofts­lags­vánni. Sjálf­ur hef­ur Jager tekið þátt í nokkr­um lofts­lags­mót­mæl­um. Mót­mælt var víða um heim í dag og er það í 95. sinn sem viku­leg lofts­lags­mót­mæli fara fram að frum­kvæði Thun­berg. 

Greta Thunberg hefur staðið fyrir loftslagsmótmælum víðs vegar um heiminn …
Greta Thun­berg hef­ur staðið fyr­ir lofts­lags­mót­mæl­um víðs veg­ar um heim­inn í tæp tvö ár. AFP

Jager vill einnig vekja at­hygli á þeim áhrif­um sem lofts­lags­breyt­ing­ar hafa á heim­kynni veiðiköngu­lóa á Madaga­sk­ar, þar sem hann upp­götvaði nýju teg­und­ina. Thun­berga-veiðiköngu­lær eru frá­brugðnar öðrum veiðiköngu­lóm hvað varðar stöðu augn­anna og þá hafa þeir ein­stak­ar dopp­ur á bak­inu. Veiðiköngu­lær er ein af fáum köngu­ló­ar­teg­und­um sem spinna ekki vef held­ur stunda þær veiðar til að lifa af og nær­ast.  

Jager hef­ur upp­götvað nokkr­ar nýj­ar köngu­lóa­teg­und­ir á starfs­ferli sín­um og þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann nefn­ir nýja teg­und eft­ir frægri mann­eskju en hann hef­ur til að mynda nefnt teg­und veiðiköngu­lóa í Suðaust­ur-Asíu eft­ir sjálf­um Dav­id Bowie.



mbl.is

Bloggað um frétt­ina