Sigurbjörg fertug og aldrei litið betur út

Framkvæmdastjórarnir Geir Asle Årseth og Tormund Grimstad hjá Nordnes AS …
Framkvæmdastjórarnir Geir Asle Årseth og Tormund Grimstad hjá Nordnes AS sem keypti frystitogaran Sigurbjörgu árið 2017, ásamt verkefnisstjóranum Chris Remøy. Miklar breytingar hafa verið gerðar á skipinu. Ljósmynd/Nordnes AS

Það er óhætt að segja að frysti­tog­ar­inn Sig­ur­björg ÓF hafi tekið breyt­ing­um frá því að Rammi hf. seldi hann til Nor­egs árið 2017. Sig­ur­björg var tal­in eitt full­komn­asta skip ís­lenska flot­ans þegar Slipp­ur­inn á Ak­ur­eyri af­henti skipið árið 1979, en það var leyst af hólmi af Sól­bergi ÓF sem er eitt tækni­vædd­asta skip flot­ans nú. Hins veg­ar er tími Sig­ur­bjarg­ar ekki liðinn und­ir lok að fullu, þar sem kaup­and­inn í Nor­egi, Nor­d­nes AS, hef­ur ákveðið að breyta henni í stærsta ten­gilt­vinn­fiski­skip í heimi.

Ekki er mikið eft­ir af tog­ar­an­um gamla og hef­ur allt inn­volsið og yf­ir­bygg­ing verið fjar­lægð, aðeins skrokk­ur­inn hef­ur verið notaður í smíði nýja skips­ins Nor­d­bas sem er 1.180 brútt­ót­onn og er 60,5 metr­ar að lengd og 10,3 metr­ar að breidd. „Já, það má segja það,“ seg­ir Chris Remøy, tækn­i­stjóri út­gerðar­inn­ar Nor­d­nes og verk­stjóri þess sem ekki er hægt að flokka sem annað en ný­smíði, og hlær er hann er spurður hvort um sé að ræða um­fangs­mikið verk­efni.

Sigurbjörg ÓF eins og hún var þegar hún kom til …
Sig­ur­björg ÓF eins og hún var þegar hún kom til hafn­ar í Nor­egi. Ljós­mynd/​Nor­d­nes AS

Hann seg­ir aðeins skrokk­inn og nokk­ur tæki hafa verið end­ur­nýtt í tog­ar­ann Nor­d­bas. Þá hafi hug­mynd­in verið bæði að hanna og smíða tog­ara sem nýt­ir mun minni orku en hefðbundn­ir tog­ar­ar og sam­hliða því hugsa til um­hverf­is­ins og end­ur­nýta stálið í Sig­ur­björgu.

Stærsta batte­rí í fiski­skipi

Ten­gilt­vinn­tækn­in um borð í tog­ara krefst þess að mik­il orka sé til reiðu og hef­ur verið komið fyr­ir 1.617 kíló­vatta batte­ríi. „Um er að ræða stærsta batte­rí sem komið hef­ur verið fyr­ir í fiski­skipi í heimi,“ seg­ir Remøy og bend­ir á að stærstu batte­rí sem komið hef­ur verið fyr­ir í fiski­skip­um til þessa séu um 350 kílóvött.

Sigurbjörg er nú óþekkjanleg enda hefur skipið tekið umtalsverðum breyting …
Sig­ur­björg er nú óþekkj­an­leg enda hef­ur skipið tekið um­tals­verðum breyt­ing til þess að vera stærsta ten­gilt­vinn­fiski­skip í heimi o ber nafnið Nor­d­bas. Ljós­mynd/​Nor­d­nes AS

Þá sé hugs­un­in að batte­ríið geti hlaðist þegar skipið er í höfn og þegar vind­ur eru í notk­un. Hann út­skýr­ir að á skip­inu eru raf­magns­vind­ur sem eru hannaðar til þess að safna bremsu­ork­unni sem mynd­ast þegar trolli er kastað og þannig sé batte­ríið hlaðið. Þá verður þetta til þess að nán­ast ekk­ert orkutap verði við notk­un á vind­un­um, and­stætt því sem ger­ist þegar hefðbundn­ar vind­ur eru notaðar.

Sveigj­an­leg orku­notk­un

Auk batte­rís­ins eru þrjár dísel­vél­ar um borð, tvær aðal­vél­ar af mis­mun­andi stærð og ein smærri hjálp­ar­vél. Þessi sam­setn­ing á að gera það að verk­um að hægt sé að hag­nýta ork­una mun bet­ur en í hefðbundn­um skip­um með því að bjóða sveigj­an­leika sem trygg­ir að aðeins það afl sem þörf er á hverju sinni sé í notk­un og mun raf­magn nýt­ast þegar rekst­ur skips­ins kall­ar á aukna orku, til að mynda þegar verið er að hífa.

Nor­d­bas mun nota fleiri aðferðir við veiðar, drag­nót, troll og tví­buratroll. „Þú get­ur verið með skip með einni stórri vél, en þá get­urðu ekki með skil­virk­um hætti dregið úr dísel­notk­un­inni þegar þú þarft minnstu ork­una, sem er þegar veitt er með drag­nót,“ út­skýr­ir Remøy sem bæt­ir við að allt í skip­inu sé hannað með hag­kvæma orku­notk­un í huga. Bend­ir hann á að tog­hler­arn­ir verði fær­an­leg­ir og að stefnu skips­ins verði stýrt með sér­hæfðri lausn um skrúfu þess (e. nozzle), en skrúf­an er sögð stór til þess að auka af­köst (e. peaks­having).

Ljós­mynd/​Nor­d­nes AS

Sig­ur­björg haldi áfram að sigla

Remøy seg­ir ten­gilt­vinn­tækn­ina í skip­inu ekki því til fyr­ir­stöðu að all­ir helstu nýj­ung­ar verði um borð með til­heyr­andi orkuþörf. „Þetta verður allt af nýj­ustu gerð. Eitt af elstu ís­lensku skip­un­um verður það nýj­asta,“ seg­ir hann og hlær. „Þetta eru nýj­ar vél­ar, nýtt fram­drif, nýj­ar inn­rétt­ing­ar, ný vinnslu­lína, ný lest og end­ur­bæt­ur á skrokkn­um.“

Nor­d­bas-verk­efnið er til­raun út­gerðar­inn­ar til þess að stuðla að þróun nýrr­ar þekk­ing­ar og tækni­lausna á sviði orku­notk­un­ar og draga úr los­un í sjáv­ar­út­vegi og er það skipa­smíðastöðin Kleven Verft í Ull­stein­vik sem vinn­ur að fram­kvæmd­inni. „Við höf­um einnig fengið mikla og góða aðstoð frá Þóri Jóni Ásmunds­syni sem tók þátt í hönn­un skips­ins [Sig­ur­bjarg­ar] hjá skipa­smíðastöðinni á Ak­ur­eyri 1978. Hann hef­ur veitt okk­ur klasa­teikn­ing­ar fyr­ir end­ur­smíðina og er hönnuður í sam­starfi við Nor­d­nes,“ seg­ir verk­efn­is­stjór­inn.

Ljós­mynd/​Nor­d­nes AS

Þá er stefnt að því að deila með öðrum út­gerðum þekk­ing­unni sem verður til við fram­kvæmd­ina. „Mark­miðið með verk­efn­inu er að aðrir fái inn­sýn í það hvernig þetta hafi gengið. Tog­ara­flot­inn stund­ar orku­frek­ustu veiðarn­ar og ef við ætl­um að minnka kol­efn­is­fót­sporið okk­ar verður að draga úr los­un. Við vilj­um sanna að það sé hægt að spara orku í tog­ara og von­um að aðrir í grein­inni geti einnig bætt sig.“

Próf­an­ir skips­ins hefjast í ág­úst og af­hend­ing Nor­d­bas verður í sept­em­ber, en áætlað er að veiðar geti haf­ist um mánaðamót­in sept­em­ber/​októ­ber. „Ég vona að Íslend­ing­ar líti á þetta sem já­kvæðan hlut að end­ur­nýta skip í stað þess að farga því og þeir geta hugsað til þess að Sig­ur­björg haldi áfram að sigla,“ seg­ir Remøy að lok­um.

Ljós­mynd/​Nor­d­nes AS
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: