Stærsti þorskur mótsins 16,2 kíló

Það var vænn afli sem kom að landi í sjóstangveiðimótinu …
Það var vænn afli sem kom að landi í sjóstangveiðimótinu á Snæfellsnesi um helgina. mbl.is/Alfons Finnsson

„Þetta eru svona 17,2 tonn í það heila sem kom að landi,“ segir Sigurjón Helgi Hjelm, formaður Sjósnæs, í samtali við 200 mílur, en Sjóstangveiðifélag Snæfellsness heldur upp á 30 ára afmæli félagsins í ár. Í tilefni þess var haldið sjóstangarmót um helgina og er mótið liður í Íslandsmótaröð sjóstangarfélaga.

Sigurjón Helgi segir að keppendur hafi verið 40 manns á öllum aldri, og róið hafi verið á 11 bátum. Hann bætti við að þetta mót hafi tekist frábærlega, allir ánægðir og ágætisaflabrögð. Þá var stærsti þorskur mótsins 16,2 kíló.

Jón Snær Sigurðsson heldur hér á einum 16 kílóa þorski …
Jón Snær Sigurðsson heldur hér á einum 16 kílóa þorski sem skipsfélagi hans fékk. mbl.is/Alfons Finnsson

Á föstudagskvöld bauð Sjósnær keppendum í súpu og brauð í sjómannagarðinum á Hellissandi, en þar er sjóminjasafn og var gestum einnig boðið upp á að skoða muni safnist sem hefur margt upp á að bjóða.

Í gærkvöldi var síðan boðið upp á stórveislu og verðlaunaafhendingu í félagsheimilinu Röst á Hellissandi.

Sigurjón Helgi Hjelm formaður Sjósnæ ásamt ritara félagsins, leikaranum geðprúða …
Sigurjón Helgi Hjelm formaður Sjósnæ ásamt ritara félagsins, leikaranum geðprúða Gunnari Jónssyni. mbl.is/Alfons Finnsson
Ufsinn getur verið þungur.
Ufsinn getur verið þungur. mbl.is/Alfons Finnsson
Ys og þys við löndun.
Ys og þys við löndun. mbl.is/Alfons Finnsson
Keppendur á Hilmari afa SH.
Keppendur á Hilmari afa SH. mbl.is/Alfons Finnsson




mbl.is