Sunnudagar eru smáhundadagar

Systurnar Ragnheiður Haralds Eiríksdóttir Bjarman og Maren Freyja Haraldsdóttir eru …
Systurnar Ragnheiður Haralds Eiríksdóttir Bjarman og Maren Freyja Haraldsdóttir eru himinlifandi með að geta tekið hundana sína, Láru og Mola, með í Kringluna á sunnudögum í sumar. Ljósmynd/Aðsend

Sunnu­dag­ar verða smá­hunda­dag­ar í Kringl­unni í sum­ar. Um til­rauna­verk­efni er að ræða og nær það til smá­hunda og hefst í dag. Und­ir­bún­ing­ur hef­ur staðið yfir í tölu­verðan tíma og kem­ur hug­mynd­in upp­haf­lega frá rekstr­araðila í Kringl­unni sem sagðist hafa tekið eft­ir því að fólk, sér­stak­lega yngra fólk, kjósi í æ rík­ara mæli að fá sér hund sem það hugs­ar um af mik­illi natni.

„Sú til­finn­ing er í takti við það sem við í Kringl­unni höf­um merkt í fyr­ir­spurn­um frá viðskipta­vin­um þessa efn­is sem lang­ar að eiga nota­lega stund í Kringl­unni án þess að þurfa að skilja litla hvutt­ann eft­ir heima. Það barst í tal að bjóða upp á smá­hunda­kvöld, kannski eitt skipti, en svo vatt þetta upp á sig,“ seg­ir Bald­vina Snælaugs­dótt­ir, markaðsstjóri Kringl­unn­ar, í sam­tali við mbl.is. 

Til­rauna­verk­efnið mun standa út sum­arið, að minnsta kosti, og verða smá­hund­ar því vel­komn­ir í Kringl­una alla sunnu­daga. Verk­efnið er unnið í nánu sam­starfi við um­hverf­is- og auðlindaráðuneytið og Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur. Sam­kvæmt reglu­gerð eru hund­ar ekki leyfðir í mat­vöru­versl­un­um og mega því ekki fara í Bón­us og Hag­kaup.

Þá seg­ir Bald­vina að það sé í hönd­um rekstr­araðila að leyfa dýr í versl­un­um. Öllum rekstr­araðilum hef­ur verið til­kynnt um verk­efnið og eng­inn hef­ur sett sig upp á móti því að sögn Bald­vinu held­ur hafa viðbrögðin aðeins verið já­kvæð. „Hund­arn­ir verða að sjálf­sögðu að vera í taumi og í fylgd eig­anda sem ber ábyrgð á hund­in­um frá a til ö,“ seg­ir hún.  

Lára er sjö ára faxhundur og Moli, sem er af …
Lára er sjö ára faxhund­ur og Moli, sem er af gerðinni Maltese, verður tveggja ára í ág­úst. Þau eru bæði mjög fé­lags­lynd og hlakka til Kringlu­ferðanna í sum­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Eyk­ur lífs­gæði hunda jafnt sem eig­enda

Syst­urn­ar Mar­en Freyja Har­alds­dótt­ir og Ragn­heiður Har­alds Ei­ríks­dótt­ir Bjarm­an eru him­in­lif­andi með að geta tekið hund­ana sína, Láru og Mola, með í Kringl­una á sunnu­dög­um í sum­ar. 

„Hún er rosa­lega fé­lags­lynd og hef­ur rosa­lega gam­an af því að koma með mér flest sem ég fer og er mikið fyr­ir að fara á kaffi­hús,“ seg­ir Mar­en um tík­ina sína Láru, sjö ára faxhund (e. Chinese crested). 

Hún hef­ur ferðast mikið með Láru í strætó frá því að gælu­dýr voru leyfð í vögn­un­um, en Kringl­an hef­ur ein­mitt nýtt til­raun­verk­efni Strætó sem fyr­ir­mynd að sínu verk­efni. „Þetta eyk­ur lífs­gæðin henn­ar tölu­vert að geta verið meira með mér og eyk­ur þar af leiðandi líka lífs­gæði mín, að geta tekið hana með mér,“ seg­ir Mar­en.  

Hundaaðdá­andi með hunda­of­næmi

Ragga, eins og hún er gjarn­an kölluð, á hund­inn Mosa sem er af gerðinni Maltese og verður tveggja ára í ág­úst. Sjálf er hún með of­næmi fyr­ir flest­um hund­um en er á sama tíma mik­ill hundaaðdá­andi. Það var því mikið gleðiefni þegar hún komst að því hún þolir teg­und­ina Maltese. „Mosi er al­gjört kríli og hrylli­lega mjúk­ur og sæt­ur og hef­ur mikið aðdrátt­ar­afl fyr­ir fólk á öll­um aldri. Hann er af­skap­lega fé­lags­lynd­ur og á eft­ir að fíla það í botn að fara í Kringl­una, þá bæt­ist enn einn staður­inn við þar sem hann fær að hitta fólk,“ seg­ir Ragga. 

Syst­urn­ar eru sam­mála um að Lára og Moli gleðji fólk hvert sem þau fara en þær segj­ast skilja að ábyrgðin liggi al­farið hjá hunda­eig­end­um hvað varðar um­gengni hunda við fólk á al­manna­færi. „Lára fær fólk til að brosa og er mik­ill gleðigjafi en á sama tíma finnst mér mik­il­væg­ur punkt­ur að ef ég upp­lifi að fólki finn­ist hund­ur­inn minn óþægi­leg­ur þá vil ég taka ábyrgð á því, ég vil aldrei þröngva henni upp á neinn,“ seg­ir Mar­en. 

Systurnar Maren og Ragga ásamt smáhundunum Láru og Mola.
Syst­urn­ar Mar­en og Ragga ásamt smá­hund­un­um Láru og Mola. Ljós­mynd/​Aðsend

Hún bend­ir einnig á að þetta geri hunda­eig­end­um kleift að þjálfa hunda sína í að um­gang­ast aðra hunda og fólk á fjör­förn­um svæðum. „Þetta er smá aðlög­un­ar­tími sem er fram und­an en þetta verður ekk­ert mál. Mér finnst all­ir græða á þessu á end­an­um. Und­ir­staða þess að þetta gangi er gagn­kvæm­ur skiln­ing­ur hunda­eig­enda og annarra. Um leið og fólk er opið fyr­ir þess­um ólíku lífs­stíl­um mynd­ast skiln­ing­ur.“  

Ragga bæt­ir við að nær­vera við hunda geti einnig gert fólki gott. „Það get­ur verið æðis­legt ef ein­hver hitt­ir hund og klapp­ar hon­um, það er frá­bært ef viðkom­andi hef­ur áhuga á því. En hund­ur­inn þarf að kunna að hegða sér í svona aðstæðum.“ 

Maren segir að það muni auka lífsgæði hunda jafnt sem …
Mar­en seg­ir að það muni auka lífs­gæði hunda jafnt sem eig­anda að geta gert sér ferðir í versl­un­ar­miðstöðvar líkt og Kringl­una. Ljós­mynd/​Aðsend

„Mosi er rosa spennt­ur“

Syst­urn­ar ferðast mikið með strætó og segja að það muni koma sér vel að geta farið með Láru og Mola í strætó og Kringl­una í sömu ferð þar sem hund­arn­ir eru það smá­gerðir að þær geta ekki hugsað sér að skilja þá eft­ir bundna fyr­ir utan Kringl­una. „Þeir eru líka svo flott­ir að þeim yrði bara stolið,“ seg­ir Mar­en létt í bragði. 

Syst­urn­ar hlakk­ar til að kíkja í Kringl­una á sunnu­dög­um í sum­ar og ætla þær að gera sér ferð fyrr en seinna. „Mosi er rosa spennt­ur að kom­ast í Kringl­una,“ seg­ir Ragga og hlær. Bald­vina, markaðsstjóri Kringl­unn­ar, er sömu­leiðis spennt, ekki síst fyr­ir því hvernig hunda­hald í Kringl­unni tekst til. „Við köll­um þetta krútt­lega verk­efnið, en vit­um ekk­ert hvert það leiðir okk­ur,“ seg­ir hún.

mbl.is