Aflinn meiri en verðmætin minni í maí

Um 47% minna veiddist af ufsa í maí en í …
Um 47% minna veiddist af ufsa í maí en í sama mánuði í fyrra. Ljósmynd/Guðmundur Alfreðsson

Afli ís­lenska fiski­skipa­flot­ans nam 125,6 þúsund tonn­um í maí 2020 sem er 3% meiri afli en í sama mánuði í fyrra og var afl­inn, met­inn á föstu verðlagi, 8,9% minni en í maí 2019, að því er fram kem­ur á vef Hag­stofu Íslands.

Þar seg­ir að 12% sam­drátt­ur varð á veiðum á botn­fiski, utan þorskafla sem jókst um 1% og var hann tæp­lega 26,7 þúsund tonn. Mesti sam­drátt­ur­inn var í ufsa og nam afl­inn fjög­ur þúsund tonn­um, en það er 47% minna en á sama tíma í fyrra.

Ef litið er til upp­sjáv­ar­fiskafl­ans veidd­ust tæp 80 þúsund tonn sem er um 15% meira en í maí 2019, en meg­in­uppistaða upp­sjáv­ar­afl­ans var kol­munni eða tæp 79 þúsund tonn.

Þá var afli strand­veiðibáta í maí á þessu ári svipaður og á fyrri árum þar sem um 94% af afl­an­um er þorsk­ur veidd­ur á hand­færi.

Heild­arafli á 12 mánaða tíma­bili frá júní 2019 til maí 2020 var 969 þúsund tonn sem er 12% minni afli en á sama tíma­bili á und­an.

mbl.is