Álag jókst á kynjaskiptum markaði

Tæplega 10% aðspurðra kvenna sögðust hafa þurft að leita eftir …
Tæplega 10% aðspurðra kvenna sögðust hafa þurft að leita eftir fjárhagsaðstoð og 5,6% karla. mbl.is/​Hari

Fjár­hags­á­hyggj­ur juk­ust og fjar­vinna reynd­ist vel. Þetta kem­ur fram í könn­un Maskínu fyr­ir BSRB þar sem áhrif kór­ónu­veirunn­ar á líf fólks voru könnuð. Tæp­lega 10% aðspurðra kvenna sögðust hafa þurft að leita eft­ir fjár­hagsaðstoð og 5,6% karla.

Um helm­ing­ur aðspurðra sagði að gæðastund­um með fjöl­skyld­unni hefði fjölgað en 45,3% eldra fólks sögðu að þeim hefði fækkað nokkuð eða mikið.

Liðlega helm­ing­ur op­in­berra starfs­manna sagði álag í starfi sínu hafa auk­ist og ámóta marg­ir sögðust eiga kost á fjar­vinnu. Alls 58% sögðu að sér líkaði slíkt vinnu­fyr­ir­komu­lag vel, sér­stak­lega fólk þar sem börn eru á heim­ili.

„Niður­stöðurn­ar staðfesta mikið álag á stór­um hluta þeirra sem sinntu al­mannaþjón­ustu í far­aldr­in­um. Meðal okk­ar fólks eru fjöl­menn­ir hóp­ar sem voru í fram­lín­unni og und­ir miklu álagi,“ seg­ir Magnús Már Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri BSRB. Fram komi að vinnu­markaður­inn sé kyn­skipt­ur og hlut­verka­skipt­ing heima kyn­skipt.

„Það er brýnt að brjóta upp mann­skemm­andi mynstur þar sem þriðjung­ur kvenna vinn­ur hluta­störf, sem hef­ur áhrif á starfs­frama, laun og líf­eyr­is­rétt­indi. Það er mik­il­vægt að sveigj­an­legri vinnu­markaður sé fyr­ir alla.“

Miklum meirihluta fólks með börn líkar vel að vinna fjarvinnu …
Mikl­um meiri­hluta fólks með börn lík­ar vel að vinna fjar­vinnu heima.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: