Borgin sýnir af sér yfirgang og samráðsleysi

Hátt í sex vikur eru síðan borgarstjóra bárust mótmæli frá …
Hátt í sex vikur eru síðan borgarstjóra bárust mótmæli frá Seltjarnarnesi vegna þessarar stoppistöðvar við Geirsgötu. Ekkert svar hefur borist Morgunblaðið/Árni Sæberg

„Við upplifum þetta sem yfirgang af hálfu Reykjavíkurborgar. Stjórnvöld verða að grípa inn í og tryggja að ekki verði hróflað við þjóðvegum og stofnbrautum nema með samþykki og í góðri sátt við þau sveitarfélög sem hagsmuna hafa að gæta,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, í samtali við Morgunblaðið.

Vísar hún í máli sínu til þess að Reykjavíkurborg vill nú koma fyrir alls sex ljósastýrðum gönguþverunum yfir Eiðsgranda, sem skilgreindur er sem þjóðvegur í byggð og er önnur helsta akbrautin út á Seltjarnarnes. Ásgerður segist fyrst hafa heyrt af þessum áformum í Morgunblaðinu 12. júní síðastliðinn þegar fjallað var um umdeilda framkvæmd við Eiðsgranda. Var það formaður skipulags- og samgönguráðs sem í viðtali greindi frá þessum áformum.

mbl.is