Borgin sýnir af sér yfirgang og samráðsleysi

Hátt í sex vikur eru síðan borgarstjóra bárust mótmæli frá …
Hátt í sex vikur eru síðan borgarstjóra bárust mótmæli frá Seltjarnarnesi vegna þessarar stoppistöðvar við Geirsgötu. Ekkert svar hefur borist Morgunblaðið/Árni Sæberg

„Við upp­lif­um þetta sem yf­ir­gang af hálfu Reykja­vík­ur­borg­ar. Stjórn­völd verða að grípa inn í og tryggja að ekki verði hróflað við þjóðveg­um og stofn­braut­um nema með samþykki og í góðri sátt við þau sveit­ar­fé­lög sem hags­muna hafa að gæta,“ seg­ir Ásgerður Hall­dórs­dótt­ir, bæj­ar­stjóri á Seltjarn­ar­nesi, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Vís­ar hún í máli sínu til þess að Reykja­vík­ur­borg vill nú koma fyr­ir alls sex ljós­a­stýrðum gönguþver­un­um yfir Eiðsgranda, sem skil­greind­ur er sem þjóðveg­ur í byggð og er önn­ur helsta ak­braut­in út á Seltjarn­ar­nes. Ásgerður seg­ist fyrst hafa heyrt af þess­um áform­um í Morg­un­blaðinu 12. júní síðastliðinn þegar fjallað var um um­deilda fram­kvæmd við Eiðsgranda. Var það formaður skipu­lags- og sam­gönguráðs sem í viðtali greindi frá þess­um áform­um.

Ásgerður gagn­rýn­ir borg­ina fyr­ir full­komið sam­ráðsleysi og seg­ir skipu­lags­vald henn­ar ekki geta gengið svo langt að hamla sam­göng­um til Seltjarn­ar­ness og frá.

„Við erum sjálf­stætt bæj­ar­fé­lag og við eig­um ekki að þurfa að vera í stans­lausri varn­ar­bar­áttu með sam­göngu­mál til og frá bæn­um. Þessu verður að breyta,“ seg­ir hún.

Sí­end­ur­tekið sam­ráðsleysi

Ásgerður seg­ir Reykja­vík­ur­borg meðvitað vera að þrengja að sveit­ar­fé­lagi sínu með trufl­un­um á um­ferð.

„Við get­um ekki á neinn hátt sætt okk­ur við að ít­rekað og án sam­ráðs sé þrengt að okk­ar stofn­braut­um. Í ljósi þessa hef ég óskað eft­ir fundi með for­stjóra Vega­gerðar­inn­ar til að ræða þessi mál,“ seg­ir Ásgerður og held­ur áfram:

„Reykja­vík­ur­borg er meðvitað og ít­rekað að þrengja að aðgengi að Seltjarn­ar­nesi. Er það meðal ann­ars gert með lækk­un á há­marks­hraða á Hring­braut niður í 40 km/​klst, leng­ingu á ferðatíma fólks með ósam­stillt­um ljós­um, strætó­stoppistöð á miðri Geirs­götu og breyt­ingu á gatna­mót­um Lækj­ar­götu og Geirs­götu. Ég skil ekki þetta sam­ráðsleysi. Við vilj­um öll tryggja gott flæði á göt­um, skapa ör­yggi fyr­ir gang­andi og hjólandi ásamt því að tryggja gott aðgengi fyr­ir slökkvi- og sjúkra­bíla ef til rým­ing­ar kem­ur. Sam­ráð og sam­vinna skipt­ir öllu máli fyr­ir þá sem búa í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur og á Seltjarn­ar­nesi.“

Þá seg­ir Ásgerður allt benda til þess að ákvörðun um gönguþver­an­ir hafi verið tek­in án þess að fyr­ir liggi þarfagrein­ing á nauðsyn þeirra.

„Ég hef ekki heyrt annað en að flæði um­ferðar sé nokkuð gott á Eiðsgranda. Og á það við um bílaum­ferð og um­ferð hjólandi, hlaup­andi og gang­andi veg­far­enda,“ seg­ir hún að end­ingu.

Umferðartafir eru reglulega á þessum gatnamótum eftir að Reykjavíkurborg breytti …
Um­ferðartaf­ir eru reglu­lega á þess­um gatna­mót­um eft­ir að Reykja­vík­ur­borg breytti þeim. Morg­un­blaðið/Á​rni Sæ­berg
mbl.is