Lundi langt inni í landi

Lundinn var kominn eina 20 km frá sjó.
Lundinn var kominn eina 20 km frá sjó. Ljósmynd/ÞKB

Lund­ar eru van­ir að halda sig við sjó og hætta sér sjald­an langt inn í land. Lund­inn á mynd­inni sást í gær skammt frá Lang­holti í Flóa­hreppi, um 20 km frá sjó. Fugl­inn hörfaði inn í runnaþykkni þegar til hans sást og reyndi að fela sig þar, en þó mátti sjá í skraut­leg­an gogg­inn þegar vel var að gáð.

Lund­inn er bjarg­fugl og ver stór­um hluta árs­ins á hafi úti. Hann hef­ur minna að sækja inn í land og er ákaf­lega sjald­séður á þeim slóðum, sem fugl­inn sást í gær. Lang­holt er eina tíu km norðaust­ur af Sel­fossi. Hafi fugl­inn verið kom­inn frá Vest­manna­eyj­um hef­ur hann því lagt nokkuð langa leið að baki.

Þó má hafa í huga að lund­inn er hraðfleyg­ur þótt væng­hafið sé lítið og get­ur náð allt að 80 km hraða. Lund­an­um var færður biti af tún­fiski, sem hann nartaði í. Þegar lund­ans var vitjað skömmu síðar var hann á bak og burt. Von­andi hef­ur hon­um reitt vel af. 

mbl.is