„Þetta á ekki að þurfa að vera svona“

Trausti Jörundarson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, segir allt of mikla tregðu …
Trausti Jörundarson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, segir allt of mikla tregðu í kjaraviðræðum sjómanna. Ljósmynd/Aðsend

Það hef­ur gengið á ýmsu í vet­ur og í mars var tek­in ákvörðun hjá sum­um út­gerðarfé­lög­um, meðal ann­ars hjá Sam­herja, um að biðja áhafn­ir um að vera leng­ur um borð í skip­um fyr­ir­tæk­is­ins til þess að draga úr hættu á smit­um vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins og þannig tryggja rekst­ur skip­anna. Í þessu fólst að sjó­menn tóku fleiri túra í röð og komu ekki í land á meðan landað var. Átakið var gert í sátt við fé­lags­menn Sjó­manna­fé­lags Eyja­fjarðar sem töldu þetta leið til þess að tryggja að sjó­menn héldu launa­tekj­um sín­um.

„Þetta gekk von­um fram­ar, tókst mjög vel og það náðist að halda þessu gang­andi all­an þenn­an tíma. Skip­in hafa nán­ast ekk­ert stoppað. Menn eru fimmtán til átján daga á sjó áður en þeir fá leyfi. Marg­ir fóru í launa­kerfi, þeir voru þá á laun­um þrátt fyr­ir að vera heima, en ég held að flest­ir hafi hætt þessu núna um mánaðamót­in eða ætli að hætta eft­ir sjó­mannadag. Ein­hverj­ir ætla að halda launa­kerf­inu gang­andi hjá sér,“ seg­ir Trausti Jör­und­ar­son, formaður Sjó­manna­fé­lags Eyja­fjarðar.

„Ég hef ekki heyrt að marg­ir væru óánægðir með þetta, ef þá nokk­ur. Þetta var já­kvætt skref svo að menn héldu vinnu og laun­um. Þess­ir menn sem eru á þess­um skip­um hérna eru bara þannig gerðir að þeir taka þetta bara á hnef­an­um meðan þess þarf. Mjög dug­leg­ir ein­stak­ling­ar, all­ir sem einn.“

Tregða í viðræðum

Trausti seg­ir efst á baugi nú vera kjaraviðræður sjó­manna, en hann kveðst ekki með öllu sátt­ur við fram­gang þeirra. „Það er lítið sem ekk­ert hægt að tala við SFS (Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi), þeir svara ekki neinu og þetta er í mjög skrýt­inni stöðu. Ég er nýr í þessu og skil ekki af hverju er ekki einu sinni hægt að ræða mál­in. Það er ekki reynt að fá mann á fundi til þess að tala sam­an og ná ein­hverj­um sam­eig­in­leg­um grund­velli fyr­ir viðræður.

Nú er sum­arið að koma og það ger­ist ör­ugg­lega ekki mikið þá. Ekki búið að ger­ast mikið í Covid. Þannig að ég vænti þess að þetta fari á fullt skrið í haust, í lok ág­úst eða byrj­un sept­em­ber. Þá hlýt­ur þetta að fara í gang og von­andi get­um við klárað þetta fyr­ir ára­mót. Þetta er það sem ég vil meina að sé hægt að gera, en svo er ekk­ert víst að það séu all­ir sem eru sam­mála því. Það er nú kom­inn nýr formaður SFS og það hlýt­ur eitt­hvað að ger­ast með nýj­um mönn­um.“

Brennd­ir af samn­ings­leysi

Í ljósi þess að lítið hef­ur gerst í viðræðum að und­an­förnu spyr blaðamaður hvort fé­lags­menn séu orðnir óþreyju­full­ir. „Menn eru brennd­ir af því að vera samn­ings­laus­ir í næst­um sjö ár. Svo kem­ur nýr kjara­samn­ing­ur og þar voru bók­an­ir í sem átti að klára fyr­ir júlí 2019. Það gekk ekki vegna ágrein­ings um veik­inda­mál og annað. Ég held að menn vilji sjá að það komi nýr kjara­samn­ing­ur sem þeir geti alla­vega kosið um, hvort þeir vilji hann eða vilji eitt­hvað annað. Þetta finnst mér mik­il­væg­ast og að sýna með þessu fram á að sam­skipti út­gerða og sjó­manna­fé­laga séu í lagi, sem þau eru nátt­úr­lega ekki þegar hlut­irn­ir eru unn­ir svona,“ svar­ar Trausti. Þá sé það svo að þegar aðrar stétt­ir hafi verið samn­ings­laus­ar í hálft ár verði „allt vit­laust“ að sögn hans. „Við erum bún­ir að vera samn­ings­laus­ir í hálft ár og það er ekk­ert að ger­ast, það boðar eng­inn neina fundi eða neitt.“

Sjómenn voru kjarasamningslausir í sjö ár og segir Trausti sjómenn …
Sjó­menn voru kjara­samn­ings­laus­ir í sjö ár og seg­ir Trausti sjó­menn brennda af reynsl­unni. Ljós­mynd/Þ​röst­ur Njáls­son

Hann full­yrðir að nýj­asta út­spil Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi sé að þau hafi ekki leng­ur umboð til þess að gera kjara­samn­ing við sjó­menn. „Þetta er nátt­úr­lega bara þvætt­ing­ur. Þetta eru þeirra hags­muna­sam­tök, þannig að ég held að við ætt­um að geta samið við þá. Þetta virðist allt vera í bölvuðu rugli.“

Þá tel­ur Trausti að aðferðir sam­taka út­gerðarmanna séu til þess falln­ar að draga úr trausti milli samn­ingsaðila. „Í kjara­samn­ingn­um sem rann út 1. des­em­ber var hækk­un á skipta­pró­sentu úr 70% í 70,5% vegna vinnu við bók­an­ir og þegar bók­an­irn­ar klár­ast ekki þá vilja þeir meina að þeir geti ein­hliða lækkað skipta­pró­sent­una niður í 70%. En þar sem nýr kjara­samn­ing­ur er ekki gild­andi þá hlýt­ur sá gamli að gilda þar til nýr er und­ir­ritaður, en þetta vilja þeir meina að þeir geti ein­hliða ákveðið. Það væri eins og við mynd­um ein­hliða fella úr gildi ný­smíðaálagið. Þetta er sama vit­leys­an. Það eru eng­ar ein­hliða ákv­arðanir þegar tveir eru að semja.“

Mik­il­vægt að hitt­ast

„Það á að vera hægt að setj­ast niður og ræða mál­in. Það þarf að hífa samn­ingaviðræður á hærra plan, þar sem menn setj­ast niður ákveðinn dag og svo er talað í heil­an dag. Síðan hitt­ast menn aft­ur eft­ir viku og eru þá kannski komn­ir með ein­hverj­ar fleiri spurn­ing­ar úr bakland­inu á báða vegu.

Þetta er ekki bara fyr­ir okk­ur sjó­menn, held­ur líka fyr­ir þá að fara með til sinna vinnu­veit­enda sem eru út­gerðarfé­lög­in og viðra þær til­lög­ur sem koma fram,“ út­skýr­ir formaður­inn.

Trausti kveðst vera formaður stærsta sjó­manna­fé­lags inn­an Sjó­manna­sam­bands Íslands, í fram­kvæmda­stjórn þess og samn­inga­nefnd. „Ég er bú­inn að vera í þessu í eitt og hálft ár og hef aldrei farið á fund með SFS. Aldrei hitt þetta fólk. Mér finnst þetta bara stórfurðulegt. Val­mund­ur (formaður Sjó­manna­sam­bands­ins) og Hólm­geir (fram­kvæmda­stjóri sam­bands­ins) hafa séð um að hitta þá en það er aldrei þannig að við mund­um hitt­ast öll og fara yfir þessi mál, mér finnst það bara skrýtið.

Ég vil bara fá að vita hvað þeir vilja og fá að hitta þetta fólk til að ræða um hvað er hægt og hvað ekki. Færa samn­ingaviðræður inn í nú­tím­ann og hætta að ríf­ast úti í hverju horni. Um það snú­ast samn­ingaviðræður, þær fara ekki fram í blöðum held­ur þurfa menn að vera ein­hvers staðar sam­an og tala sam­an,“ seg­ir hann og bæt­ir við að hann telji marga vera á sömu skoðun.

„Þetta á ekki að þurfa að vera svona, að það sé svona erfitt að koma á tveim til þrem fund­um á mánuði,“ seg­ir Trausti og bæt­ir við að það væri allra hag­ur að það væri búið að gera nýj­an samn­ing áður en sá fyrri rynni út „Það var planið með þess­um bók­un­um, en svo gekk það ekki upp og þá er bara eins og það þurfi ekk­ert að ræða þetta.“

Að lok­um vill Trausti koma kveðjum til allra sjó­manna frá Sjó­manna­fé­lagi Eyja­fjarðar og óska þeim til ham­ingju með sjó­mannadag­inn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: