Endurmat leiðir til aukins kvóta

Grásleppu landað á Húsavík.
Grásleppu landað á Húsavík.

End­ur­mat Haf­rann­sókna­stofn­un­ar á afla grá­sleppu á fyrri árum leiðir í ljós að afl­inn var meiri en miðað var við þegar Hafró gaf út ráðgjöf vegna grá­sleppu­veiða á þessu ári.

Það leiðir aft­ur til þess að hægt er hækka ráðgjöf um há­marks­afla og verður heild­arafli grá­sleppu vænt­an­lega ná­lægt nýju ráðgjöf­inni, miðað við þær heim­ild­ir sem veitt­ar hafa verið til veiða.

Hafró ráðlagði í sinni fyrri ráðgjöf að heild­arafli grá­sleppu á vertíðinni í ár færi ekki fyr­ir 4.646 tonn. Mokveiði á grá­sleppu við Norðaust­ur- og Norður­land og þokka­leg­ar gæft­ir skiluðu mikl­um afla á land. Svo mikl­um að fyrr en varði var há­marks­afla náð, áður en vertíð byrjaði af krafti við vest­an­vert landið. Flest­ir þeirra sem sátu eft­ir gera út þaðan, en þar hef­ur grá­sleppu­vertíð jafn­an byrjað síðar en fyr­ir norðan. Reynd­ar fengu þeir viðbót­ar­daga og eru sum­ir enn að veiðum.

Stjórn­völd fengu harka­lega gagn­rýni frá for­ystu­mönn­um sjó­manna og sveit­ar­stjórn­um og at­vinnu­vega­nefnd Alþing­is skoraði á ráðherra að óska eft­ir end­ur­mati Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: