Enn vantar nýliðun í humarstofninn

Humar.
Humar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Ekki hef­ur ræst úr humar­vertíðinni og sam­setn­ing afl­ans bend­ir ekki til þess að nýliðun sé að aukast.

Leyfi­legt er að veiða rúm 200 tonn í ár, sem er aðeins um 10% þess sem veitt var fyr­ir ára­tug. Heild­arafl­inn fór upp í 2.400 tonn þegar mest var.

Lít­ill afli er hjá hum­ar­bát­un­um við suður­strönd­ina. „Aðalá­hyggju­efnið er að við erum ekki að sjá nýliðun. Það veiðist bara stór­hum­ar og stærðardreif­ing­in er sú sama og á síðasta ári,“ seg­ir Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, Binni, fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar í Vest­manna­eyj­um.

yr­ir­tækið ger­ir út tvo báta eins og venju­lega en afl­inn er svo lé­leg­ur að yf­ir­leitt er aðeins unnið úr afl­an­um í fiskiðju­ver­inu einn dag í viku og þá aðeins hluta úr degi.

Árleg­ur humar­leiðang­ur Haf­rann­sókna­stofn­un­ar stend­ur nú yfir, að því er fram kem­ur í Morg­un­blainu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: