Lögreglumaðurinn hafði áður verið áminntur

Dauða Brooks var mótmælta í Atlanta og víðar.
Dauða Brooks var mótmælta í Atlanta og víðar. AFP

Fyrrverandi lögreglumaðurinn sem skaut Rayshard Brooks til bana í Atlanta í Georgíu-ríki á föstudag hafði áður verið ávítaður í starfi sínu fyrir að beita skotvopni. 

Brooks, sem var 27 ára, lést þegar hann flúði tvo lögreglumenn sem hugðust handtaka hann á bílastæði við Wendy's-veitingastað. Erika Shields, lögreglustjóri Atlanta, hefur stigið til hliðar vegna málsins og saksóknari Fulton-sýslu í Atlanta hefur sagt að þrátt fyrir úrskurð réttarmeinafræðings, sem sagði að um manndráp hefði verið að ræða, komi til greina að ákæra lögreglumanninn Garrett Rolfe fyrir morð. 

Rolfe var sagt upp störfum vegna atviksins og félagi hans hefur verið færður til í starfi. 

Í frétt Reuters kemur fram að Rolfe hafi fengið skriflega áminningu í október 2017 vegna notkunar hans á skotvopni í september árið áður. Í agaskrá Rolfe eru listuð upp 12 atvik, 5 vegna umferðarslysa, 4 vegna kvartana borgara og þrjú vegna skotvopnanotkunar, sem Rolfe hefur verið ávíttur fyrir, ýmist formlega eða óformlega. Hann hefur þó aðeins fengið eina skriflega áminningu. 

Rayshard Brooks.
Rayshard Brooks. AFP
mbl.is