Var ákveðinn strax í leikskóla

Einar Bergmann Daðason, nýútskrifaður úr skipstjórnarskólanum, kveðst vilja nýta menntunina …
Einar Bergmann Daðason, nýútskrifaður úr skipstjórnarskólanum, kveðst vilja nýta menntunina til þess að skoða heiminn.

Sjó­manns­lífið hef­ur heillað margt ungt fólk í gegn­um tíðina, en þeir sem áhuga hafa á að leggja sjó­mennsk­una fyr­ir sig geta skráð sig í Skip­stjórn­ar­skól­ann og lært þar um hinar marg­vís­legu hliðar fags­ins.

Einn af út­skrift­ar­nem­end­um skól­ans í ár er hinn 18 ára gamli Ein­ar Berg­mann Daðason, en hann var skemmt­ana­stjóri nem­enda­fé­lags skól­ans á síðasta skóla­ári og er jafn­framt fyrr­ver­andi gjald­keri sama fé­lags.

Þegar 200 míl­ur slógu á þráðinn til Ein­ars var hann að sjálf­sögðu stadd­ur úti á sjó, nán­ar til­tekið á varðskip­inu Tý. „Ég var að út­skrif­ast á föstu­dag­inn síðasta og er núna í af­leys­ing­um á varðskip­inu sem há­seti. Það má segja að ég sé á milli skipa, þar sem ég er ekki kom­inn með neitt fast pláss í sum­ar,“ seg­ir Ein­ar.

Mesta reynslu hef­ur Ein­ar að eig­in sögn af störf­um um borð í farþega­ferj­um, skip­um eins og Breiðafjarðarferj­unni Baldri og Vest­manna­eyja­ferj­unni Herjólfi.

Einar hefur verið að leysa af sem háseti á varðskipinu …
Ein­ar hef­ur verið að leysa af sem há­seti á varðskip­inu Tý. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

En hvenær kviknaði áhug­inn á sjó­mennsk­unni?

„Sjó­manns­fer­ill­inn hófst þegar ég fékk vinnu í eld­hús­inu á Baldri þegar ég var í ní­unda bekk og bjó í Stykk­is­hólmi. Svo var ég einnig að veiða bláskel og grá­sleppu á bát sem gerður var út frá Hólm­in­um.“

Þá seg­ist Ein­ar einnig hafa tekið nokkra túra á tog­ara.

Fjöl­skylda Ein­ars flutti til Vest­manna­eyja í hitteðfyrra og þar tók stjúp­faðir hans við sem skip­stjóri á Herjólfi. „Ég fylgdi hon­um bara um borð.“

Vegna veirunn­ar hef­ur Ein­ar ekki fengið pláss á Herjólfi nú í sum­ar, eins og upp­haf­lega stóð til. „Það setti strik í reikn­ing­inn.“

Störf­in sem Ein­ar vann á Herjólfi voru að hans sögn aðallega lest­un og af­ferm­ing skips­ins, einkum af bíla­dekki. „Svo var maður tals­vert í viðhalds­vinnu, að mála og halda öllu tipptopp.“

Nýtt­ist námið vel um borð í Herjólfi?

„Já, það gerði það. Sér­stak­lega þegar maður tók vakt uppi í brú. Maður þarf að halda út­vörð eins og seg­ir til um í alþjóðasigl­ing­a­regl­un­um. Það þarf að vera aukamaður í brúnni sem aðstoðar stýri­mann­inn.“

Það kom aldrei neitt annað til greina

Spurður um ástæðuna fyr­ir því að hann hafi valið að fara í skip­stjórn­ar­nám seg­ir Ein­ar að í raun hafi aldrei neitt annað komið til greina. „Ég var bú­inn að ákveða þetta mjög snemma, strax í leik­skóla. Fjöl­skylda mín á hús á Flat­ey á Breiðafirði, og ég hef alltaf verið viðloðandi sjó­inn. Þetta er mjög eðli­leg leið fyr­ir mig að fara í námi.“

Námið hófst hjá Ein­ari eft­ir að grunn­skóla lauk. Skip­stjórn­ar­skól­inn er hluti af Tækni­skóla Íslands sem er fram­halds­skóli. „Ég tók stýri­manna­námið, náms­stig D, og stúd­ents­próf sam­hliða.“

Eins og fram kem­ur á heimasíðu Tækni­skól­ans öðlast nem­end­ur á náms­stigi D ótak­mörkuð alþjóðleg rétt­indi á öll skip

Spurður um fram­haldið og hvort hann hygg­ist mennta sig frek­ar á þessu sviði seg­ir Ein­ar að fram­haldið sé óákveðið. Freist­andi sé að bæta við sig aukn­um rétt­ind­um, til dæm­is á varðskip­um. „Mig lang­ar líka að öðlast ein­hverja iðnmennt­un. Það er gott að hafa mögu­leika á starfi í landi líka.“

Það voru 23 nemendur sem útskrifuðust úr skipstjórnarnáminu í vor.
Það voru 23 nem­end­ur sem út­skrifuðust úr skip­stjórn­ar­nám­inu í vor. mbl.is

Ein­ar seg­ir að níu nem­end­ur hafi út­skrif­ast úr dag­skóla í skip­stjórn­ar­nám­inu nú í vor. „Í heild­ina út­skrifuðust 23 nem­end­ur, en flest­ir stunda námið í dreif­námi, sem er fjar­nám. Það hent­ar mörg­um sem eru kannski til sjós, og eiga fjöl­skyld­ur, og eiga erfiðara um vik að fara í dag­skól­ann.“

Spurður um at­vinnu­mögu­leika eft­ir að námi lýk­ur seg­ir Ein­ar að þeir séu ágæt­ir. „Það virðist alltaf vera þörf á stýri­mönn­um á fisk­veiðibáta. Svo er einnig hægt að fá störf er­lend­is. Það er ein­mitt stefn­an hjá mér að fara út í heim og skoða mig aðeins um. Þetta er nám sem nýt­ist alþjóðlega og maður get­ur unnið hvar sem er.“

Skemmti­ferðaskip­in heill­andi

Ein­ar seg­ir að sá starfs­vett­vang­ur sem heilli hann mest er­lend­is séu skemmti­ferðaskip­in, enda þekki hann farþega­flutn­inga vel af störf­um sín­um á Baldri og Herjólfi hér á landi. „Þessi skip heilla mig rosa­lega. Þau eru alltaf dá­lítið mik­il­feng­leg, og svo held ég að þetta sé þægi­leg vinna. Það er sjald­an ein­hver bræla, og ég held að það gæti verið gam­an að fá að ferðast en vera á laun­um á sama tíma.“

Þau geta verið ansi stór skemmtiferðaskipin.
Þau geta verið ansi stór skemmti­ferðaskip­in. mbl.is/​​Hari

Fé­lags­lífið í Skip­stjórn­ar­skól­an­um var gott á náms­tíma Ein­ars, enda var hann sjálf­ur at­kvæðamik­ill á þeim vett­vangi. „Auk þess að hafa verið gjald­keri og skemmt­ana­stjóri var ég rit­stjóri út­skrift­ar­blaðsins. Þegar ég byrjaði í skól­an­um var mjög góður andi í bygg­ing­unni. Við vor­um alltaf með sér­staka kaffi­stofu, og vél­stjórn­ar­nem­end­ur, sem eru í sama húsi, voru einnig með sína eig­in kaffi­stofu. Þetta gerði að verk­um að maður var fljót­ur að kynn­ast öll­um. Nú er búið að taka kaffi­stof­urn­ar í burtu vegna pláss­leys­is í skól­an­um, og leggja þær und­ir fund­ar­her­bergi og prent­her­bergi. Þetta hef­ur áhrif á and­ann í skól­an­um.“

Ein­ar seg­ist aðspurður að lok­um mæla ein­dregið með skip­stjórn­ar­nám­inu fyr­ir ungt fólk, þar læri menn til dæm­is mikið um stjórn­un og að axla ábyrgð á sér og öðrum.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: