Í fínu fiskiríi á góðum slóðum

Það hefur verið gott fiskirí hjá áhöfninni á Steinunni SH …
Það hefur verið gott fiskirí hjá áhöfninni á Steinunni SH í vetur. Hafa náðst tæplega 1.300 tonn. mbl.is/Sigurður Bogi

Skip­verj­ar á Ólafs­vík­ur­bátn­um Stein­unni SH fiskuðu alls 1.295 tonn í vet­ur og verðmæti afl­ans er 454 millj­ón­ir króna. Þorsk­ar í þúsunda­vís við Önd­verðarnes og á Vetr­ar­braut­inni. Fimm bræður um borð og skip­verj­ar all­ir úr sömu fjöl­skyldu.

Staf­irn­ir á klukk­unni stóðu lóðrétt þegar lagt var frá byggju í Ólafs­vík. End­an­um var kippt inn fyr­ir borðstokk­inn af hress­um körl­um sem stóðu á dekk­inu og gerðu sjóklárt. Hvert hand­tak var unnið af ör­yggi enda van­ir menn. Bát­ur­inn skreið lip­ur­lega út höfn­ina og fyr­ir sjóvarn­argarðinn og svo var stefnt í vest­ur. Klukk­an var 06:04; dag­ur­inn 13. maí 2020.

Feng­sæll vet­ur en leiðin­legt í sjónn

Öld­urn­ar voru mjúk­ar og vagg­andi; strák­arn­ir voru í koju á út­s­tím­inu en blaðamaður var uppi í brú og fylgd­ist með. Tveir drag­nóta­bát­ar voru í augn­sýn framund­an. Virt­ust í fínu fiski­ríi á góðum slóðum út af Önd­verðarnesi. Við Rif var strand­veiðibát­ur og á skaki var sjó­maður sem galt kveðjuna í líku þegar til hans var veifað.

Brynjar skipar mönnum fyrir.
Brynj­ar skip­ar mönn­um fyr­ir. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Liðinn vet­ur var feng­sæll og góður hjá áhöfn­inni á Stein­unni SH-167. Bát­ur­inn er 236 bútt­ót­onn, smíðaður árið 1970 og var fyrstu árin gerður út frá Grinda­vík und­ir allt öðru nafni. Síðan um 1990 hef­ur Stein­unn SH svo verið gerð út frá Ólafs­vík af út­gerð sem er sam­nefnd bátn­um. Stein­unn ehf. er fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki í eigu bræðranna Óðins, Ægis, Brynj­ar og Þórs Krist­munds­sona sem all­ir eru í áhöfn. Þeir eru sömu­leiðis af hinni svo­nefndu Stakk­holts­fjöl­skyldu sem lengi hef­ur verið um­svifa­mik­il í sjáv­ar­út­vegi í þeirri miklu ver­stöð sem Ólafs­vík er.

„Ég býst við fiski­ríi, við höf­um fiskað vel að und­an­förnu,“ sagði Brynj­ar skip­stjóri á stím­inu út af Hell­is­sandi. Morg­un­frétt­irn­ar mölluðu í Rík­is­út­varp­inu; kór­ónu­veir­an í al­gleym­ingi og tóm vand­ræði. „Reynd­ar hef­ur þessi vet­ur verið al­veg ágæt­ur, þrátt fyr­ir að oft hafi verið frek­ar leiðin­legt í sjó­inn. Samt hef­ur oft­ast verið hægt að róa; dag­arn­ir sem fallið hafa úr hafa ekki verið marg­ir. Við erum al­veg sátt­ir við vertíðina.“

Á full­um snún­ing

Stein­unn SH hef­ur lengi verið gerð út á drag­nót og jafn­an er fiskað á sömu slóðum. Þar er átt við að góðir skip­stjórn­ar­menn halda sig gjarn­an og helst á miðum sem þeir þekkja vel og vita að fiskj­ar er jafn­an von. Stefn­an var því sett vest­ur og suður fyr­ir Önd­verðarnes, en bát­ar úr höfn­um á Snæ­fellsnesi eru þar mikið. Brynj­ar skip­stjóri sagði strák­un­um að gera allt klárt og kasta voðinni sem þeir og gerðu. Mann­skap­ur­inn stóð aft­ur í skut; hver karl á sín­um stað. Kaðlar og vír­ar rúlluðu á full­um snún­ingi. Nót­in var svo dreg­in eft­ir bátn­um svo sem í 15 til 20 mín­út­ur en eft­ir­tekj­an var lít­il. Rennslið var tekið þríveg­is og í því síðasta voru um 15 tonn í voðinni. Húrra!

Áhöfnin á Steinunni. F.v.: Oddur Orri Brynjarsson, matsveinn og sonur …
Áhöfn­in á Stein­unni. F.v.: Odd­ur Orri Brynj­ars­son, mat­sveinn og son­ur skip­stjór­ans, þá bræðurn­ir Hall­dór, Óðinn, Brynj­ar skip­stjóri, Ægir og Þór Krist­munds­syn­ir og því næst bróður­son­ur þeirra, Krist­mund­ur Sum­arliðason. Loks Vil­hjálm­ur Birgs­son, tengda­son­ur Brynj­ars, og Ægir Ægis­son er lengst til hægri. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Pok­arn­ir úr drag­nót­inni voru hífðir um borð hver af öðrum; all­ir sneisa­full­ir af ríg­væn­um þorski og með slædd­ust ýsur og ufs­ar. Opnað var fyr­ir pok­ana yfir lúgu á þilfar­inu og þar hellt­ist afl­inn niður á vinnslu­dekk. Þorsk­ar í þúsunda­vís rúlluðu niður á færi­bandið þar sem fisk­ur­inn var blóðgaður. Gert var að hverj­um og ein­um fiski, sem svo rúllaði með færi­bandi niður í lest og þar í plast­kör.

Drjúgt í voðinni

Á sigl­ingu milli veiðislóða var há­deg­is­mat­ur, sem Odd­ur Orri Brynj­ars­son mat­sveinn eldaði. Bjúgu, kart­öfl­ur, græn­meti. Kaffi og klein­ur á eft­ir. Þú ert ekk­ert sjó­veik­ur? Hvernig líst þér á blik­una? Hef­ur þú verið áður á sjó? Spurn­ing­arn­ar buldu á blaðamanni sem hér var kom­inn til að kynna sér fram­andi ver­öld sjó­mennsk­unn­ar og miðla þeirra sögu til les­enda sinna, eins og hér sést. Kaffi, kex – hífopp og höld­um af stað.

Skip­stjór­inn stefndi til norðaust­urs og tekið var eins og eitt kast á Vetr­ar­braut­inni; sem er skammt und­an Önd­verðarnesi. Það fimmta og síðasta var svo tekið nán­ast beint norður af nesodd­an­um og var drjúgt í voðinni þá. En það voru vand­ræði með sig­urnagla og eitt­hvað sem small ekki sam­an. Skip­stjór­inn var í sím­an­um að leita ráða og pantaði svo nýtt stykki. Þegar sýnt var orðið um afla­brögð var hringt í land og markaður­inn lát­inn vita hver staðan væri. Afl­inn var seld­ur og allt klappað og klárt áður en kúrsinn var stillt­ur og stefnt í land. Komið var í höfn í Ólafs­vík um kl. 17.

Ævin­týra­leg­ur afli

Venju sam­kvæmt hófu Brynj­ar og áhöfn hans á Stein­unni SH yf­ir­stand­andi fisk­veiðiár í Bol­ung­ar­vík. Reru þaðan frá sept­em­ber og fram í nóv­em­ber. Eft­ir nýár var gert út frá Ólafs­vík. Alls voru róðrarn­ir á fisk­veiðiár­inu 105 tals­ins, afl­inn sam­an­lagt 1.295 tonn og verðmæti hans 454 millj­ón­ir króna. Besta dag vertíðar­inn­ar veiddi áhöfn­in alls 84,2 tonn. Afl­inn var að megn­inu til þorsk­ur, hver fisk­ur gjarn­an 5-7 kíló.

mbl.is/​Sig­urður Bogi

„Þetta var æv­in­týra­legt. Ég hef verið til sjós frá 1966 og skip­stjóri í um fjöru­tíu ár en aldrei fiskað jafn mikið og þenn­an dag og það í brælu­skít. Þegar komið er fram í mars er þó alltaf mik­il fiski­gengd hér við Snæ­fellsnesið, svo hve vel tókst til þenn­an dag var eng­in til­vilj­un,“ seg­ir Brynj­ar sem frá sept­em­ber og fram í maí fiskaði sam­an­lagt 1.572 tonn.

Val­inn maður í hverju rúmi

Níu manns eru í áhöfn­inni á Stein­unni. All­ir eru úr sömu fjöl­skyld­unni og fyrr eru nefnd­ir bræðurn­ir fimm: Brynj­ar, Ægir, Óðinn, Þór og Hall­dór Krist­munds­syn­ir. Einnig eru á bátn­um syn­ir tveggja fyrst­nefndu bræðranna; þeir Odd­ur Orri Brynj­ars­son og Ægir Ægis­son. Þá er í skips­rúmi Krist­mund­ur, son­ur Sum­arliða sem var sjötti bóðir­inn og lést fyr­ir nokkr­um árum. Ní­undi maður í áhöfn er Vil­hjálm­ur Birg­is­son, tengda­son­ur Brynj­ars skip­stjóra. Val­inn maður í hverju rúmi, far­sæl­ir og fiska vel!

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: