Geta ekki sagt til um endurráðningar

Ein af Boeing 757-vélum Icelandair sem nú standa óhreyfðar.
Ein af Boeing 757-vélum Icelandair sem nú standa óhreyfðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Icelanda­ir mun, sam­kvæmt flugáætl­un sem gild­ir til 19. júlí næst­kom­andi, fljúga til 26 áfangastaða í Evr­ópu og Norður-Am­er­íku.

Á heimasíðu flug­fé­lags­ins er vak­in at­hygli á því að hægt sé að bóka flug á dag­setn­ing­um eft­ir fyrr­greinda áætl­un. Verði flugið hins veg­ar fellt niður seg­ist fé­lagið munu koma viðkom­andi farþega á áfangastað.

Ásdís Ýr Pét­urs­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir, seg­ir ómögu­legt að segja til um það núna hvort þessi fjöldi áfangastaða muni breyta upp­sögn­um starfs­fólks. Ástandið sé enn viðkvæmt og óviss­an mik­il.

„Við erum að fara mjög ró­lega af stað og það er mik­il óvissa. Það plan sem við sett­um upp frá 15. til 30. júní ger­ir ráð fyr­ir 11 áfanga­stöðum. Í júlí ger­um við svo ráð fyr­ir að fjölga áfanga­stöðum tals­vert en það er þó háð ýmsu,“ seg­ir Ásdís Ýr m.a. í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: