Vantar upp á gagnsæi í verðlagningu

Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður félags vélstjóra og málmtæknimanna, að auka …
Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður félags vélstjóra og málmtæknimanna, að auka þurfi gagnsæi hvað verðlagningu varðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðmund­ur Helgi Þór­ar­ins­son seg­ir stétt­ar­fé­lög sjó­manna þurfa að standa sam­an gegn milli­verðlagn­ingu á fiski. Það flæk­ir kjara­bar­áttu sjó­manna að nokk­ur aðskil­in stétt­ar­fé­lög gæta hags­muna þeirra sem starfa um borð í ís­lensk­um skip­um.

„Það hef­ur vantað upp á að þessi stétt­ar­fé­lög væru sam­taka í kjara­bar­áttu sinni og sást það t.d. vel í síðustu kjara­samn­ingaviðræðum þar sem skip­stjórn­ar­menn og stýri­menn samþykktu gerðan samn­ing en há­set­ar og vél­stjór­ar felldu hann. Í fram­haldi af því boðuðu há­set­arn­ir verk­fall sem um leið fól í sér verk­bann á aðra áhafn­ar­meðlimi og af hlaust eitt lengsta verk­fall sem sjó­manna­stétt­in hef­ur farið í sem varði frá seinni parti des­em­ber 2016 fram til miðs fe­brú­ar 2017,“ seg­ir Guðmund­ur Helgi Þór­ar­ins­son, formaður VM – Fé­lags vél­stjóra og málm­tækni­manna.

Spurður að því hvers vegna sjó­menn sam­ein­ast ekki ein­fald­lega í einu stétt­ar­fé­lagi seg­ir Guðmund­ur að starfs­fer­ill áhafn­ar­meðlima geti verið mjög breyti­leg­ur, mennt­un­ar­kröf­ur ólík­ar og ábyrgð mis­mik­il eft­ir því hvaða stöðu sjó­menn gegna. Sum störf­in eru jafn­framt þess eðlis að þeir sem þeim gegna geta líka gengið í sam­bæri­leg störf í landi. „Þar er m.a. kom­in skýr­ing­in á því af hverju vél­stjór­ar og málm­tækni­menn eiga sam­eig­in­legt stétt­ar­fé­lag enda ekki óal­gengt að þegar vél­stjór­ar á sjó hugsa sér til hreyf­ings og leita sér að starfi í landi þá gangi þeir í svipuð störf og málm­tækni­menn og vél­stjór­ar í landi, t.d. hjá virkj­un­um og orku­veit­um, ál­ver­um og fram­leiðend­um vinnslu­búnaðar, og vilja þá hafa ákveðna sam­fellu í því hvaða stétt­ar­fé­lag vakt­ar þeirra hags­muni,“ út­skýr­ir Guðmund­ur en af tæp­lega fjög­ur þúsund virk­um fé­lags­mönn­um í VM starfar um fimmt­ung­ur á sjó.

Traustið vant­ar

Að því sögðu þá virðist Guðmundi ekki vera neinn af­ger­andi mun­ur á áhersl­um stétt­ar­fé­laga sjó­manna og al­menn samstaða um grund­vall­ar­atriði hluta­skipta­kerf­is­ins. „Við feng­um einu sinni í gegn ör­litla breyt­ingu fyr­ir okk­ar fólk þar sem hlut­ur vél­stjóra var auk­inn til að end­ur­spegla meiri mennt­un­ar­kröf­ur til vél­stjóra og meira um­fang á störf­um þeirra um borð í takt við vax­andi tækni­væðingu skipa,“ seg­ir Guðmund­ur og minn­ir á að starf­semi alls skips­ins velti á því að vél­stjór­inn sé starfi sínu vax­inn. „Oft er sagt í gríni að þegar skip halda til veiða þá sjái skip­stjóri og fyrsti stýri­maður um að stjórna veiðunum, há­set­arn­ir komi afl­an­um um borð og geri að hon­um, en vél­stjór­arn­ir geri ekki rass­gat. En starf vél­stjór­ans felst ein­mitt í því að tryggja að all­ur vél­búnaður um borð virki hnökra­laust. Tæk­in og vél­arn­ar eru hjarta skips­ins og þegar það bil­ar er allt farið.“

Kjara­samn­ing­ar sjó­manna hafa verið laus­ir frá því um ára­mót og miðar viðræðum hægt. Guðmund­ur seg­ir ár­ang­ur­inn m.a. hvíla á sam­eig­in­leg­um slag­krafti stétt­ar­fé­laga sjó­manna, og því að það tak­ist að skapa traust á milli áhafna og út­gerða. „Vand­inn er sá að stétt­in treyst­ir út­gerðarmönn­um sára­lítið því dæm­in sanna að þar sem öll virðiskeðjan er á sömu hendi – veiðar, vinnsla og sala – er ekki hægt að stóla á að rétt verð sé notað til viðmiðunar þegar laun áhafna eru reiknuð. Þurfa sjó­menn að standa sam­an ef ein­hver von á að vera til þess að ná al­menni­legu gegn­sæi í verðlagn­ingu á fiski.“

Verðið hækk­ar á leiðinni til út­landa

Guðmund­ur á auðvelt með að nefna fjölda­mörg dæmi um und­ar­lega verðlagn­ingu afla úr ís­lensk­um skip­um. „Skip sem landa mak­ríl til bræðslu í Nor­egi hafa fengið um 40% hærra verð en skip sem lönduðu sams kon­ar afla á Íslandi. Svipaða sögu er að segja af kol­munna sem landað er á Írlandi, að þar fæst 40% hæra verð en ís­lensk­ar út­gerðir greiða eig­in skip­um fyr­ir sama afla á sama tíma. Jafn­vel höf­um við dæmi þar sem ís­lenskt skip og norskt skip lönduðu kol­munna á sama deg­in­um, í sömu verk­smiðjuna á Íslandi en Norðmenn­irn­ir fengu engu að síður 40% hærra verð,“ seg­ir Guðmund­ur.

„Þenn­an sama vanda hafa op­in­ber­ar stofn­an­ir bent á, og í skýrslu sem gerð var af rík­is­skatt­stjóra fyr­ir fjár­málaráðuneytið, Seðlabank­ann og fleiri var sagt að grun­ur væri um að á leið sinni frá Íslandi til Evr­ópu hækkaði upp­gefið verð á botn­fiski um 8,3% vegna milli­verðlagn­ing­ar, og er talið að af­l­ands­fé­lög komi þar við sögu. Árið 2018 þýddu þess­ir viðskipta­hætt­ir að vantaði um 20 millj­arða króna upp á virði þess afla sem seld­ur var úr landi, sem þýðir lægri hafn­ar­gjöld sem því nem­ur og minna í hlut sjó­manna, lægra út­svar, lægri tekju­skatt og lægri auðlinda­gjöld og sam­fé­lagið í heild sinni er því að tapa.“

En hvernig má tryggja aukið gagn­sæi og eðli­legri viðskipta­hætti í grein­inni? Að gera t.d. kröfu um að veiðar og vinnsla væru aldrei á sömu hendi myndi skapa alls kyns vanda­mál og skerða getu grein­ar­inn­ar til að hagræða í rekstri og há­marka gæði. Guðmund­ur tel­ur lausn­ina mögu­lega fólgna í því að þróa nýj­ar formúl­ur sem taka mið af loka­verði sjáv­ar­af­urða. „Og það þarf að vera al­veg skýrt hvernig loka­verðið mynd­ast, því við sjá­um það t.d. á verði á Bret­lands­markaði að þegar þorsk­flak er komið í kæli í stór­markaði og búið að draga frá álagn­ingu, flutn­ings­kostnað, hlut sjó­manna og aðra kostnaðarliði, þá vant­ar u.þ.b. þúsund­kall upp á kílóverðið, og virðast ein­hverj­ir milliliðir á leiðinni fá jafn­mikið í sinn hlut af hverju kílói og sjó­menn­irn­ir hljóta.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: