Geta lengt líftíma laxafurða um sjö daga

Ragnar A. Guðmundsson, sölustjóri Skagans 3X fyrir Evrópu og Skandinavíu, …
Ragnar A. Guðmundsson, sölustjóri Skagans 3X fyrir Evrópu og Skandinavíu, segir ofurkælingu minnka flutningskostnað og vera umhverfisvænni. Ljósmynd/skaginn 3X

Upp­gang­ur Skag­ans 3X und­an­far­in ár ætti ekki að hafa farið fram­hjá les­end­um. Fyr­ir­tækið bygg­ir á traust­um grunni og er með sterk­ar ræt­ur sem liggja til Akra­ness og Ísa­fjarðar en með hug­viti og elju­semi hef­ur fyr­ir­tækið náð að skipa sér, á skömm­um tíma, í fremstu röð í lausn­um tengd­um mat­væla­fram­leiðslu.

Ragn­ar A. Guðmunds­son er sölu­stjóri Skag­ans 3X fyr­ir Evr­ópu og Skandi­nav­íu. Hann er stolt­ur af því hve víða lausn­ir fyr­ir­tæk­is­ins eru í notk­un: „Við höf­um af­hent lausn­ir til fyr­ir­tækja í öll­um heims­álf­um, að und­an­skildu Suður­skautsland­inu. Leiða má lík­ur að því að á hverri stundu sé vél frá okk­ur að vinna mat­væli, ein­hvers staðar í heim­in­um!“

Einn af lyk­il­mörkuðum Skag­ans 3X er í Nor­egi, en þar var stofnað dótt­ur­fé­lag árið 2017 og seg­ir Ragn­ar að síðan hafi verið þar stöðugur vöxt­ur í sölu. Mest­ur hef­ur vöxt­ur­inn verið í búnaði tengd­um laxa-, upp­sjáv­ar- og hvít­fisk­vinnslu.

„Það er sér­stak­lega ánægju­legt að sjá hve vel hef­ur gengið á þess­um markaði og hversu opn­ir Norðmenn hafa verið fyr­ir nýrri tækni fyr­ir laxaiðnaðinn. Ávinn­ing­ur­inn blas­ir enda við og get­um við með því að of­urkæla lax­inn lengt líf­tíma vör­unn­ar um allt að sjö daga og erum á sama tíma að beita aðferðum sem gera holdið á lax­in­um sterk­ara. Síðast en ekki síst þýðir of­urkæl­ing­in að sleppa má öll­um ís í flutn­ing­um á milli landa og heims­álfa, sem ger­ir flutn­ing­ana hag­kvæm­ari og um­fram allt um­hverf­i­s­vænni.“

Ekk­ert óviðkom­andi

Það kem­ur hugs­an­lega ein­hverj­um á óvart hve fjöl­breytt vöru­lína Skag­ans 3X er en fyr­ir­tækið smíðar RoteX flæði-, kæli- og uppþíðing­ar­kerfi, sjálf­virka plötu­frysta, laus­frysta, sjálf­virk bretta­kerfi, þvotta­vél­ar fyr­ir kör og sjálf­virka kerja-ró­bota fyr­ir skips­lest­ir, auk fjöl­margra smærri lausna af ýmsu tag. Á meðan fyr­ir­tæki er­lend­is eru yf­ir­leitt með mun tak­markaðra og sér­hæfðara vöru­fram­boð er Skag­an­um 3X fátt óviðkom­andi þegar kem­ur að þörf­um sjáv­ar­út­vegs­ins. Ragn­ar seg­ir þetta til komið þar sem starfs­menn Skag­ans 3X hafi það fyr­ir reglu að vinna með viðskipta­vin­um að því að greina þarf­ir þeirra og leita sam­eig­in­legra lausna.

Tölvuteikning af RoteX-ofurkælingarvél. Ofurkæling hefur opnað á nýja möguleika.
Tölvu­teikn­ing af RoteX-of­urkæl­ing­ar­vél. Of­urkæl­ing hef­ur opnað á nýja mögu­leika. Mynd/​Skag­inn 3X

Gott dæmi um það er nýhönnuð spír­al­dæla fyr­ir afurðir sem fengið hef­ur nafnið Valu­ePump. „Um er að ræða svo­kallaða Arkí­medes­ar­dælu sem flyt­ur afurð ákveðna vega­lengd og lyft­ir allt að 10 metra hátt upp án þess að pressa of mikið á hrá­efnið. Kerfið má líka nota til að dæla afla inn í vinnslu og fer dæl­an mun bet­ur með hrá­efnið og dreg­ur úr lík­um á því að inn­yfli fisks­ins springi og smit­ist út í fisk­holdið. Þá not­ar Valu­ePump um það bil einn sjötta af þeirri orku sem hefðbundn­ar dæl­ur þurfa en af­köst­in eru engu að síður mik­il. Sem dæmi þá höf­um við smíðað Valu­ePump-dælu fyr­ir fisk­vinnslu í Peter­head í Skotlandi sem get­ur á hverri klukku­stund dælt um 60 til 70 tonn­um af upp­sjáv­ar­afla upp úr skipi og inn í verk­smiðju. Áætlað var að hefja upp­setn­ingu á þess­um búnaði í júlí en það hef­ur því miður taf­ist fram á haustið vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins.“

Það ætti ekki að koma á óvart að kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn hef­ur valdið nokk­urri trufl­un á starf­semi Skag­ans 3X. Ekki hef­ur verið hægt að senda teymi starfs­manna til viðskipta­vina til upp­setn­ing­ar á nýj­um vél­um og tækj­um. Ragn­ar seg­ir að þó ekki hafi verið hægt að hitta viðskipta­vini aug­liti til aug­lit­is þá hafi sölu­teymið leyst mál­in með fjar­fund­ar­búnaði. „Starf okk­ar á sölu­sviðinu geng­ur ekki síst út á það að sýna vænt­an­leg­um viðskipta­vin­um fram á þann ávinn­ing sem þeir geta vænst með okk­ar kerf­um. Oft eru samn­ing­arn­ir stór­ir, margt sem þarf að huga að, og því get­ur ferlið stund­um tekið lang­an tíma“, seg­ir Ragn­ar.

ValuePump-dælan fer vel með fiskinn og hjálpar framleiðendum að gera …
Valu­ePump-dæl­an fer vel með fisk­inn og hjálp­ar fram­leiðend­um að gera verðmæt­ari vöru. Mynd/​Skag­inn 3X

Stór­ir samn­ing­ar í Bretlandi og Nor­egi

Af ný­leg­um stór­um verk­efn­um má nefna heild­ar­lausn sem Skag­inn 3X er með í smíðum fyr­ir bresku mat­vöru­versl­un­ar­keðjuna Morri­sons. „Ólíkt öðrum mat­vöru­versl­un­um þar í landi starf­ræk­ir Morri­sons sín­ar eig­in fisk­vinnsl­ur og kaup­ir mest­megn­is frosið hrá­efni, en þar kom­um við sterkt inn. Við smíðuðum handa þeim heild­ar­kerfi sem þíðir upp frosið hrá­efni og skil­ar því of­urkældu í neyt­endaum­búðir, auk lausn­ar sem vinn­ur hliðar­af­urðir. Áhuga­verðast er að við höld­um utan um hrá­efnið í öll­um þrep­um þannig að við náum að há­marka gæðin og geymsluþolið með okk­ar lausn. Þetta verður líka spenn­andi þar sem Morri­sons verður fyrsta fyr­ir­tækið til að inn­leiða of­urkæl­ingu á Bret­lands­eyj­um,“ seg­ir Ragn­ar.

„Þá hafa samn­ing­ar tek­ist við norska lax­eld­is­fyr­ir­tækið Mowi sem er það stærsta í heim­in­um í þeim geira. Til að gera sér grein fyr­ir stærð kerf­is­ins þá mun það auka geymsluþol og minnka ís í flutn­ingi á tæp­um 70 þúsund tonn­um af laxi ár­lega.“

Bless­un­ar­lega hafa kaup­end­ur sýnt áhrif­um kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins mik­inn skiln­ing og seg­ir Ragn­ar að starfs­menn Skag­ans 3X séu í viðbragðsstöðu að tengja og gang­setja nýj­an búnað um leið og aft­ur verður hægt að ferðast á milli landa með eðli­leg­um hætti. „Við tök­um reglu­lega stöðufundi með viðskipta­vin­um okk­ar og leys­um úr vand­an­um í góðri sam­vinnu.“

Sjó­mennsk­an hjálp­ar hon­um við sölu­störf­in

Ragn­ar bend­ir á að þótt mörg störf inn­an há­tæknifyr­ir­tækja sem tengj­ast sjáv­ar­út­vegi, eins og hjá Skag­an­um 3X, kalli á veru­lega sér­hæf­ingu og sterk­an bak­grunn ým­ist á sviði tækni­greina eða iðngreina, þá bíði þar líka marg­vís­leg spenn­andi störf fyr­ir fólk með ann­an bak­grunn.

Ljós­mynd/​Skag­inn 3X

Starfs­fer­ill Ragn­ars sjálfs sýn­ir vel hvert leiðin get­ur legið inn­an sjáv­ar­út­vegs­ins og tengdra greina. Ragn­ar byrjaði snemma að sækja sjó­inn, lauk stúd­ents­prófi á Ísaf­irði, stundaði síðan nám við Vél­skól­ann þar vestra, fór þá í tækni­fræðinám við HR, lauk fisk­eld­is­gráðu frá Há­skól­an­um á Hól­um og vinn­ur nú loka­verk­efni í sjáv­ar­út­vegs­fræði við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri. „Öll mín fjöl­skylda hef­ur sterk tengsl við sjó­mennsk­una. Ég fór fyrst á sjó­inn átta ára gam­all og keypti minn fyrsta bát 25 ára,“ seg­ir Ragn­ar en hann gekk til liðs við Skag­ann 3X fyr­ir rösk­lega sjö árum. „Það varð strax ljóst hvað það var mik­ill kost­ur fyr­ir mann í sölu­hlut­verki að hafa verið lengi til sjós og stundað nám í grein­um tengd­um sjáv­ar­út­vegi.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: