28 eftirskjálftar yfir 3 að stærð

Skjálftar í hrinunni eru orðnir vel yfir 2.000.
Skjálftar í hrinunni eru orðnir vel yfir 2.000. Kort/Veðurstofa Íslands

Stærð jarðskjálftans sem reið yfir norðaustur af Siglufirði snemma á áttunda tímanum hefur verið endurreiknuð í 5,8. Samkvæmt fyrstu yfirferð var hann 5,9 og svo 5,7.

Skjálftinn er sá stærsti sem riðið hefur yfir í stórri jarðskjálftahrinu sem hófst um hádegi á föstudag. Fjölmargir eftirskjálftar hafa orðið í kvöld, þar af 28 yfir 3 að stærð.

Í gærkvöldi urðu tveir stórir skjálftar, 5,3 og 5,6 að stærð, og fundust þeir víða. 

Skjálftar í hrinunni eru orðnir vel yfir 2.000, en skjálftahrinunni valda flekahreyfingar á Tjörnesbrotabeltinu.

mbl.is