Tveir 4 stiga skjálftar skammt frá Siglufirði

Kl. 11:25 varð skjálfti af stærð 4,0 um 20 km …
Kl. 11:25 varð skjálfti af stærð 4,0 um 20 km NA af Siglufirði. Tilkynningar um að hann hefði fundist bárust frá Siglufirði til Akureyrar. Kort/Veðurstofa Íslands

Jarðskjálfti, 4 að stærð, varð klukkan 11:25 um 20 kílómetra norðaustur af Siglufirði. Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist á Siglufirði og Akureyri. 

Uppfært klukkan 13:22: Annar jarðskjálfti, einnig 4 að stærð, var á söku slóðum klukkan 12:51. 

Frá því að jarðskjálftahrina hófst á Tjörnesbrotabeltinu á föstudag hefur sjálfvirkt jarðskjálftakerfi Veðurstofunnar staðsett tæplega 2.000 skjálfta, þar af um 600 frá því á miðnætti. Þeir stærstu mældust 4,3 og 3,5. 

Miðað við fyrri skjálftahrinur á þessu svæði má búast við því að þessi hrina haldi áfram næstu daga. Í hrinunni 2012 mældust 6 skjálftar yfir 5 að stærð. Í hrinunni sem nú gengur yfir hafa þegar mælst tveir skjálftar yfir 5 að stærð og ekki er hægt að útiloka að þeir verði fleiri, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. „Sagan geymir að svona hrinur séu undanfari stærri skjálfta en í flestum tilfellum fjara þær út með tímanum án stærri skjálfta en nú þegar hafa orðið,“ er haft eftir náttúruvársérfræðingi á vakt.  

Veðurstofan, líkt og almannavarnir, hvetur fólk sem býr á þekktum jarðskjálftasvæðum til þess að gera viðeigandi ráðstafanir vegna jarðskjálfta.

Fréttin hefur verið uppfærð. 

mbl.is