Munar um útgerðina

Eva Sigurbjörnsdóttir segir muna um bátana sem leggja upp afla …
Eva Sigurbjörnsdóttir segir muna um bátana sem leggja upp afla sinn á strandveiðunum í Norðurfirði.

Sjó­menn á rúm­lega 20 strand­veiðibát­um róa frá og landa afla sín­um í sum­ar á Norðurf­irði á Strönd­um.

„Þetta er nokkuð sem okk­ur hér mun­ar veru­lega um. Útgerðin skil­ar sveit­ar­fé­lag­inu tekj­um með hafn­ar- og vigt­ar­gjöld­um og fleiru slíku og allt þetta skap­ar meira líf hér á svæðinu,“ seg­ir Eva Sig­ur­björns­dótt­ir, odd­viti Árnes­hrepps, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Eft­ir hvern þann dag sem róið er til fiskj­ar er heim­ilt að koma með 650 kíló af afla að landi, en til skipt­anna á strand­veiðum þessa árs eru alls 10 þúsund tonn.

Alls voru gef­in út leyfi til strand­veiða til um 420 báta í ár, og eins og venju­lega er stíf­ast sótt við vest­an­vert landið. Frá Norðurf­irði hafa menn gjarn­an sótt norður á bóg­inn út á reg­in­haf og veitt vel. Afl­inn fer svo á markað og eru flutn­inga­bíl­ar dag­lega í Norðurf­irði til að sækja afl­ann.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: