Nýr Vilhelm Þorsteinsson til Íslands fyrir jól

Nýr Vilhelm Þorsteinsson EA var sjósettur hjá skipasmíðastöðinni í Póllandi. …
Nýr Vilhelm Þorsteinsson EA var sjósettur hjá skipasmíðastöðinni í Póllandi. Skrokkur skipsins hafði verið tilbúið til sjósetningar í átta vikur en henni var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Ljósmynd/Samherji

Nýr Vil­helm Þor­steins­son EA var sjó­sett­ur af skipa­smíðastöðinni Kar­sten­sens Skibsværft í Gdynia í Póllandi 12. júní síðastliðinn og er bú­ist við að þessi ný­smíði Sam­herja hf. verði lokið fyr­ir jól, að því er seg­ir í færslu á vef fyr­ir­tæk­is­ins. „Um er að ræða ný­smíði sem við höf­um beðið eft­ir með tölu­verðri eft­ir­vænt­ingu,“ er haft eft­ir Kristjáni Vil­helms­syni, fram­kvæmda­stjóra út­gerðarsviðs Sam­herja.

Fram kem­ur að skrokk­ur skips­ins hafi verið til­bú­inn til sjó­setn­ing­ar fyr­ir átta vik­um en vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins var ekki að ráðist í hana fyrr en í þess­um mánuði.

Nýr Vilhelm Þorsteinsson EA skipasmíðastöðin í Gdynia í Póllandi
Nýr Vil­helm Þor­steins­son EA skipa­smíðastöðin í Gdynia í Póllandi Ljós­mynd/​Sam­herji

Hinn nýi Vil­helm Þor­steins­son hef­ur burðargetu sem nem­ur 3.000 tonn­um af kæld­um afurðum og mun taka við af nú­ver­andi Vil­helmi Þor­steins­syni EA 11, en hann kom nýr til lands­ins fyr­ir tveim­ur ára­tug­um.

„Skrifað var und­ir samn­inga vegna smíði skips­ins hinn 4. sept­em­ber 2018 en þann dag hefðu tví­bur­arn­ir Bald­vin og Vil­helm Þor­steins­syn­ir orðið 90 ára. Búnaður skips­ins verður ein­stak­lega góður, bæði hvað varðar veiðarn­ar sjálf­ar og meðferð afl­ans en einnig hvað varðar vinnuaðstöðu og vist­ar­ver­ur áhafn­ar,“ seg­ir Kristján.

Stýrihúsinu komið fyrir.
Stýri­hús­inu komið fyr­ir. Ljós­mynd/​Sam­herji
Nýr Vilhelm Þorsteinsson EA við bryggju.
Nýr Vil­helm Þor­steins­son EA við bryggju. Ljós­mynd/​Sam­herji

Þegar sjó­setn­ing fer fram er hjóla­búnaður sett­ur und­ir skrokk­inn og hann færður út á flotpramma sem er síðan dreg­inn frá bryggj­unni og út á nægi­legt dýpi. Sjó er þá dælt í tanka pramm­ans þannig að hann fer á kaf nægi­lega mikið til þess að skipið fljóti, seg­ir á vef Sam­herja.

Þá seg­ir að í byrj­un síðustu viku hafi verið komið fyr­ir tveim­ur aðal­vél­um skips­ins, stýris­hús­inu með einni íbúðarhæð und­ir og radarmastri. Unnið verður áfram að skip­inu í nokkra daga áður en það er dregið til Ska­gen í Dan­mörku og smíðinni lokið.

mbl.is