Fullbókað allar helgar á Hótel Sigló í sumar

Hótel Sigló á Siglufirði.
Hótel Sigló á Siglufirði.

Hót­el Sigló á Sigluf­irði hef­ur verið fullt all­ar helg­ar frá því um miðjan maí og er full­bókað all­ar helg­ar í allt sum­ar. Þá er að bók­ast þokka­lega virku dag­ana og á hót­el­stjór­inn von á að sofið verði í öll­um her­bergj­um all­an júlí­mánuð.

„Nýt­ing her­bergj­anna er ekki mikið síðri en var í fyrra­sum­ar en verðið er miklu lægra,“ seg­ir Krist­björg Edda Jó­hanns­dótt­ir, hót­el­stjóri Hót­el Sigló. Lægra meðal­verð helg­ast af því að Hót­el Sigló, eins og mörg ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki á lands­byggðinni, er með sér­til­boð til að stuðla að ferðalög­um Íslend­inga inn­an­lands.

Það hef­ur gengið vel á Sigluf­irði, eins og sést á aðsókn­inni. All­ir gest­irn­ir eru ís­lensk­ir því er­lend­ir ferðamenn eru lítið farn­ir að láta sjá sig, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: