„Fylgjast þarf með hverju skrefi“

Sunneva Ósk telur það geti hjálpað við sölu sjávarafurða hve …
Sunneva Ósk telur það geti hjálpað við sölu sjávarafurða hve vel Íslendingum hefur tekist að takast á við kórónuveirufaraldurinn. Ljósmynd/Margrét Þóra Þórsdóttir

Í nýju há­tækni­frysti­húsi Sam­herja á Dal­vík safna tæk­in alls kyns gögn­um jafn­h­arðan og hægt að vakta gæðin í raun­tíma.

Sunn­eva Ósk Guðmunds­dótt­ir þarf að halda mörg­um bolt­um á lofti í vinn­unni. Hún er gæðastjóri land­vinnslu hjá Sam­herja og ÚA og því fátt í dag­legri starf­semi fyr­ir­tækj­anna sem er henni óviðkom­andi. „Starfið snýst í grunn­inn um það að tryggja að þau mat­væli sem við fram­leiðum upp­fylli bæði kröf­ur viðskipta­vina og full­nægi þeim stöðlum sem við vinn­um eft­ir. Þetta ger­um við m.a. með gæðaeft­ir­liti inni í vinnslu­sal, með reglu­bundn­um sýna­tök­um og próf­un­um, inn­töku­eft­ir­liti og gæðaskoðunum á afurðum á leið út úr húsi. Fylgj­ast þarf með hverju skrefi og bregðast strax við ef eitt­hvað er ekki eins og það á að vera.“

Sunn­eva hef­ur starfað hjá Sam­herja og ÚA um nokk­urt skeið og fengið gott tæki­færi til að sanna sig. Hún út­skrifaðist með gráðu í sjáv­ar­út­vegs­fræði frá Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri árið 2017 og var ráðin til starfa á ör­ygg­is­sviði en gekk síðan til liðs við gæðadeild­ina þar sem hún starfaði í hálft þriðja ár áður en staða gæðastjóra losnaði.

Vildi gera eitt­hvað öðru­vísi

Sunn­eva fór áhuga­verða leið á þenn­an stað í líf­inu en hún bjó í Hafnar­f­irði til 12 ára ald­urs þegar fjöl­skylda henn­ar flutti norður í land. „Pabbi minn var sjó­maður þegar ég var yngri og við flutt­um til Ak­ur­eyr­ar þegar hann fór í nám við í sjáv­ar­út­vegs­fræði við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri,“ seg­ir Sunn­eva og bæt­ir við að með því hafi hún fengið ákveðna inn­sýn í sjáv­ar­út­veg­inn.

„Ég hafði samt aldrei starfað í grein­inni þegar kom að því að velja há­skóla­nám að lokn­um mennta­skóla. Þegar stytt­ist í stúd­ent­inn vissi ég ekki al­veg hvert ég vildi stefna og bókaði viðtal hjá náms­ráðgjafa sem benti mér á að nám í sjáv­ar­út­vegs­fræði opnaði marg­ar dyr, en valið litaðist líka af því að ég hafði bitið það í mig að gera eitt­hvað öðru­vísi en all­ir hinir.“

Tæki og tól gegna sífellt auknu hlutverki.
Tæki og tól gegna sí­fellt auknu hlut­verki. Ljós­mynd/​Mar­grét Þóra Þórs­dótt­ir

Sunn­eva tel­ur að mörg ung­menni hafi mótað með sér ákveðnar hug­mynd­ir um sjáv­ar­út­veg­inn: „Ég hugsa að mörg þeirra telji að vinna í sjáv­ar­út­vegi þýði það að vera í slori og vondri lykt alla daga, en grein­in er full af alls kon­ar áhuga­verðum og eft­ir­sókn­ar­verðum störf­um,“ seg­ir Sunn­eva sem hef­ur lagt sig fram við að vekja at­hygli ungs fólks á tæki­fær­un­um sem bíða í sjáv­ar­út­vegi.

„Und­an­far­in tvö ár hef ég og sam­starfs­fólk mitt verið með kynn­ing­ar á starfa­messu fyr­ir grunn­skóla­nem­end­ur þar sem við fáum að fræða ung­menn­in um þá mögu­leika sem standa þeim til boða, og eins hvað störf­in í sjáv­ar­út­vegi eru að breyt­ast hratt. Tækni­fram­far­irn­ar eru örar og æ stærri hluti þeirra starfa sem vinna þarf á sjó og landi er eft­ir­lits­störf sem ganga út á að tryggja að all­ur búnaður sé í lagi.“

Meðvituð um gildi hrein­læt­is

Eins og gef­ur að skilja var mik­il áskor­un að halda starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins gang­andi í gegn­um kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn og seg­ir Sunn­eva að mik­il samstaða hafi ríkt hjá starfs­fólki Sam­herja og ÚA.

„Vita­skuld var lögð enn meiri áhersla á hrein­læti. Bæði á Ak­ur­eyri og Dal­vík var starfs­manna­hópn­um skipt í tvennt og unnið á aðskild­um vökt­um með fjölda­tak­mörk­un­um,“ seg­ir Sunn­eva og seg­ir að sig gruni að far­ald­ur­inn og viðbrögðin við hon­um hafi vakið marga til vit­und­ar um mik­il­vægi góðs hrein­læt­is. „Smám sam­an er dag­leg starf­semi að kom­ast aft­ur í eðli­legt horf, en áfram unnið eft­ir ströng­um regl­um og t.d. brýnt fyr­ir starfs­fólki að virða tveggja metra regl­una og sett upp skil­rúm á þeim vinnusvæðum þar sem ekki er ger­legt að halda tveggja metra fjar­lægð frá öðrum.“

Far­ald­ur­inn flækti störf Sunn­evu líka að því leyti að áfram þurfti að halda góðu sam­bandi við er­lenda viðskipta­vini sem marg­ir eiga í tíðum sam­skipt­um við fisk­vinnsl­urn­ar og heim­sækja þær reglu­lega til að gera út­tekt­ir. „Marg­ir okk­ar stærstu kaup­end­ur eru með sín­ar eig­in gæðakröf­ur og vakta fram­leiðsluna mjög vel. Í far­aldr­in­um hafa þeir ekki getað heim­sótt okk­ur og skoðað vinnsl­una með eig­in aug­um og var því gripið til þess ráðs að bæði senda reglu­bund­in gögn og ljós­mynd­ir eft­ir ósk­um hvers og eins.“

Gögn­in leiða gæðin

Seg­ir Sunn­eva að það kæmi ekki á óvart að þegar ástand heims­ins kemst aft­ur í eðli­legt horf muni það geta hjálpað ís­lensk­um sjáv­ar­af­urðum hve vel Íslend­ing­um tókst að hafa hem­il á far­aldr­in­um, og eins hve framar­lega ís­lensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki standa í gæðamál­um. „Allt gæti þetta stutt við markaðsímynd ís­lensks sjáv­ar­fangs til lengri tíma litið,“ seg­ir hún og bæt­ir við að tækni­fram­far­ir leiði þró­un­ina og með æ full­komn­ari fisk­vinnsl­um sé hægt að tryggja enn meiri gæði og ör­yggi.

Nýtt frysti­hús Sam­herja á Dal­vík er gott dæmi um þá þróun sem er fram und­an en þegar frysti­húsið verður opnað í ág­úst verður það senni­lega það full­komn­asta og sjálf­virkni­vædd­asta í heimi. „Kost­ur­inn við alla þessa tækni er ekki síst það mikla magn gagna sem við fáum frá öll­um búnaði og get­um nýtt til að rekja okk­ur hratt og vel að hvers kyns vanda­mál­um sem kunna að rýra gæði vör­unn­ar.“

Sunn­eva nefn­ir sem dæmi að flak sem ferðast eft­ir vinnslu­línu nýja frysti­húss­ins er sneiðmyndað á nokkr­um stöðum og gervi­greind notuð til að finna galla í flak­inu. „Starfs­fólk á snyrtilínu mun hafa fyr­ir fram­an sig skjá sem sýn­ir á hita­korti hvar galla er að finna í þeim flök­um sem starfsmaður­inn hef­ur sent frá sér og veit­ir kerfið þannig end­ur­gjöf í raun­tíma til að hjálpa starfs­fólki að bæta frammistöðu sína.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: