Hver bátur landað átta tonnum

Það virðist hafa verið fín veiði hjá strandveiðibátunum í ár …
Það virðist hafa verið fín veiði hjá strandveiðibátunum í ár og hefur hver löndun verið 652,8 kíló að meðaltali. mbl.is/Alfons Finnsson

Fleiri bát­ar eru á strand­veiðum í ár held­ur en verið hef­ur, en 614 bát­ar hafa landað afla frá því strand­veiðitíma­bilið hófst og eru það 27% fleiri bát­ar en höfðu landað á sama tíma 2018 þegar þeir voru 483 og 11% fleiri en árið 2019 þegar þeir voru 555.

Strand­veiðibát­arn­ir hafa nú landað 4.919 tonn­um frá því að tíma­bilið hófst í maí og eru það rétt rúm­lega 44% af þeim 11.100 tonn­um sem strand­veiðibát­um hef­ur verið út­hlutað í sum­ar, að því er fram kem­ur í gögn­um Fiski­stofu. Tveir mánuðir, júlí og ág­úst, eru eft­ir af tíma­bil­inu.

Miðað við fjölda báta hef­ur hver bát­ur landað rétt rúm­lega átta tonn­um að meðaltali. Þá hafa um­rædd­ir 614 bát­ar landað 7.536 sinn­um og er því landað að meðaltali 652,8 kíló­um við hverja lönd­un.

Af þeim afla sem bát­un­um er út­hlutað eru tíu þúsund tonn í þorski og hafa bát­arn­ir komið með 4.481 tonn að landi sem er tæp­lega 45% af heim­iluðum afla. Af þúsund tonna heim­ild í ufsa hef­ur 403 tonn­um verið landað og 24 tonn­um af 100 í Gull­karfa.

mbl.is