Ísland uppfylli skuldbindingar og gott betur

Katrín Jakobsdóttir á fundinum í dag. Hún ákvað, rétt eins …
Katrín Jakobsdóttir á fundinum í dag. Hún ákvað, rétt eins og Þór­dís Kol­brún, að þakka Vig­dísi Finn­boga­dótt­ur fyr­ir að vera til fyr­ir­mynd­ar. mbl.is/Kristinn Magnússon

46 millj­örðum verður varið til helstu aðgerða í lofts­lags­mál­um á næstu fimm árum sam­kvæmt upp­færðri aðgerðaráætl­un. Sam­kvæmt fyrri út­gáfu stóð til að verja 6,8 millj­örðum í mál­efnið.

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra, Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra og Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, kynntu aðra út­gáfu aðgerðaáætl­un­ar í lofts­lags­mál­um í dag. 

Með aðgerðunum er áætlað að los­un gróður­húsaloft­teg­unda á beinni ábyrgð Íslands muni hafa dreg­ist sam­an um ríf­lega eina millj­ón tonna CO2-ígilda árið 2030 miðað við los­un árs­ins 2005. Þetta þýðir að Ísland nær alþjóðleg­um skuld­bind­ing­um sín­um í lofts­lags­mál­um um 29% sam­drátt og gott bet­ur, eða 35%. Til viðbót­ar eru aðgerðir sem eru í mót­un tald­ar geta skilað 5-11%, eða sam­tals 40-46% sam­drætti.

Ljós­mynd/​Stjórn­ar­ráðið

„Ákvarðanir og stefnu­mót­un sem byggja á vís­ind­um eru traust­ur grunn­ur fyr­ir ár­ang­ur, það höf­um við verið minnt ræki­lega á í vor. Aðgerðaáætl­un stjórn­valda í lofts­lags­mál­um bygg­ir á slík­um grunni og það er ánægju­legt. Það er skylda okk­ar að tryggja hags­muni og vel­ferð kom­andi kyn­slóða og við ger­um það með skýr­um aðgerðum í lofts­lags­mál­um sem stuðla að því að koma í veg fyr­ir ófyr­ir­sjá­an­leg­ar af­leiðing­ar ham­fara­hlýn­un­ar. Ég er stolt af því að leiða rík­is­stjórn sem legg­ur hér fram áætl­un sem sýn­ir fram á að við get­um náð metnaðarfull­um mark­miðum í lofts­lags­mál­um,“ seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra um aðgerðaáætl­un­ina. 

46 millj­arðar á fimm ára tíma­bili 

46 millj­örðum króna verður varið til helstu aðgerða í lofts­lags­mál­um á fimm ára tíma­bili, 2020 til 2024. Í fyrri áætl­un var gert ráð fyr­ir 6,8 millj­örðum, 1,36 millj­örðum á ári, en þeir fjár­mun­ir hafa verið tæp­lega sjö­faldaðir og verður nú gert ráð fyr­ir 9,2 millj­örðum í aðgerðir í lofts­lags­mál­um á ári. 

Áætl­un­in sam­an­stend­ur af 48 aðgerðum, þar af 15 nýj­um, sem hafa bæst við frá því að fyrsta út­gáfa áætl­un­ar­inn­ar var gef­in út haustið 2018. Lögð er áhersla á að hrinda aðgerðum strax af stað. Þannig eru 28 aðgerðir af 48 þegar komn­ar til fram­kvæmda. 

Sigurður Ingi Jóhannsson, Bjarni Benediktsson og Guðmundur Ingi Guðbrandsson á …
Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, Bjarni Bene­dikts­son og Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son á fund­in­um í dag. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Við erum að ná alþjóðleg­um skuld­bind­ing­um okk­ar og gott bet­ur – ekki með því að leggja strang­ar kvaðir á heim­il­in og at­vinnu­lífið held­ur með fjöl­breyttri flóru aðgerða sem ná víða um sam­fé­lagið og ýta und­ir þá þróun sem þegar á sér stað í átt að lofts­lagsvænna hag­kerfi. Fram­reikn­ing­ar á los­un draga fram að aðgerðir stjórn­valda og tækniþróun hafa nú þegar leitt til þess að los­un gróður­húsaloft­teg­unda mun minnka á næstu ára­tug­um, en með aðgerðaáætl­un­inni er lagður grunn­ur að enn meiri ár­angri,“ seg­ir Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra. 

Leiða breyt­ing­ar með um­skipt­um í eig­in starf­semi 

„Ný aðgerðaáætl­un sýn­ir að blaðinu hef­ur verið snúið við í lofts­lags­mál­um á Íslandi. Strax á fyrstu mánuðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar var ráðist í aðgerðir í lofts­lags­mál­um og fjár­magni beint inn í mála­flokk­inn. Með þeim aðgerðum sem við höf­um gripið til og hyggj­umst grípa til mun­um við ná mun meiri ár­angri en alþjóðleg­ar skuld­bind­ing­ar sam­kvæmt Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu krefjast af okk­ur. Því ber svo sann­ar­lega að fagna. Við mun­um halda ótrauð áfram að tryggja þau um­skipti sem nauðsyn­leg eru,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son um­hverf­is­ráðherra. 

Í aðgerðaáætl­un­inni fá breytt­ar ferðavenj­ur aukið vægi, úr­gangs­mál og sóun eru dreg­in sér­stak­lega fram, ýtt er und­ir ým­iss kon­ar lofts­lagsvæn­ar breyt­ing­ar í sam­fé­lag­inu og áhersla er lögð á aðgerðir þar sem ríkið get­ur leitt mik­il­væg­ar sam­fé­lags­breyt­ing­ar með um­skipt­um í eig­in starf­semi. 

Á meðal nýrra aðgerða sem koma inn í áætl­un­ina eru meðal ann­ars aðgerðir til þess að auka inn­lenda græn­met­is­fram­leiðslu, fjölga vist­væn­um bíla­leigu­bíl­um, styðja við orku­skipti í þunga­flutn­ing­um, fanga kol­efni frá stóriðju, bæta fóðrun búfjár til að draga úr iðragerj­un og draga úr los­un frá bygg­ing­ariðnaði. 

Mátu ávinn­ing 23 aðgerða

„Lofts­lags­mál­in eru eitt brýn­asta viðfangs­efni sam­tím­ans og mik­il­vægt að þjóðir heims hafi tekið hönd­um sam­an um að vinna að þeim. Áætl­un Íslands er metnaðarfull. Eitt af því sem er mik­il­vægt er að al­menn­ing­ur geti tekið þátt í þeim breyt­ing­um sem verða að eiga sér stað og finni að fram­lag hvers og eins skipti máli. Orku­skipti í sam­göng­um leika þar stórt hlut­verk. Það er líka ljóst að hags­mun­ir Íslands í því að skipta yfir í vist­væna orku­gjafa eru einnig efna­hags­leg­ir því marg­ir millj­arðar streyma nú úr landi til kaupa á jarðefna­eldsneyti,“ seg­ir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son sam­gönguráðherra. 

Að baki aðgerðaáætl­un­inni liggja út­reikn­ing­ar á ávinn­ingi aðgerðanna sem sett­ar eru fram. Matið var í hönd­um sér­fræðinga um­hverf­is­ráðuneyt­is, Um­hverf­is­stofn­un­ar og teym­is vís­inda­fólks við Há­skóla Íslands og Há­skól­ann í Reykja­vík. 

Unnt var að meta ávinn­ing 23 aðgerða en með þeim er talið að Ísland nái 35% sam­drætti í los­un fyr­ir 2030. 16 aðgerðir eru í mót­un og verða því metn­ar síðar en þær eru tald­ar geta skilað 5-11% sam­drætti sam­kvæmt grófu mati sér­fræðinga. Níu aðgerðir eru þess eðlis að óger­legt er að leggja mat á áhrif þeirra eða mat á ekki við. 

Þessi út­gáfa aðgerðaáætl­un­ar­inn­ar verður áfram í stöðugri end­ur­skoðun líkt og fyrri út­gáfa. 

mbl.is