Byrja að fljúga til Tenerife 11. júlí

Þórunn Reynisdóttir forstjóri Úrval Útsýn.
Þórunn Reynisdóttir forstjóri Úrval Útsýn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þór­unn Reyn­is­dótt­ir for­stjóri Úrval Útsýn seg­ir kór­ónu­veir­an hafi haft mik­il áhrif á starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins en öll starf­semi stoppaði. Hún er þó bjart­sýn á að það ræt­ist úr ferðasumr­inu 2020 og ætl­ar fyr­ir­tækið að byrja að fljúga til Teneri­fe 11. júlí.

„Við biðum að sjálf­sögðu eft­ir því hvernig aðrar þjóðir væru opna og nú er það ljóst sér­stak­lega á okk­ar vin­sælu stöðum ein­sog Alican­te og Teneri­fe. Því höf­um við ákveðið að hefja flug til Teneri­fe þann 11. julí og Alican­te þann 13. júlí. Síðan verðum við með viku­leg flug á báða þessa staði,“ seg­ir Þór­unn. Aðspurð um sum­aráætl­un seg­ir hún að þau muni bjóða upp á viku­leg flug á Teneri­fe og viku­leg flug á Alican­te. 

„Síðan bjóðum við að sjálf­sögðu upp á alla staði sem eru í áætl­un­ar­flugi bæði flug ein­göngu og flug og gist­ingu.“

Þór­unn seg­ir að kór­ónu­veir­an hafi haft afar mik­il áhrif á Úrval Útsýn. 

„Veir­an hafði veru­leg áhrif á okk­ar starf­semi því sal­an  stoppaði í byrj­un mars þar til núna.  Þetta hef­ur verið mjög sér­stakt ástand í alla staði en allt tek­ur enda og við öfl­ugri eft­ir slíka reynslu,“ seg­ir hún.  

Hvernig ætlið þið að snúa vörn í sókn?  

„Við höf­um frá því að flug fór af stað verið að kynna okk­ar þjón­ustu þar sem hægt er að bóka flug og hót­el út um all­an heim í gegn­um okk­ur ásamt því að við erum með leiguflug á of­an­greinda staði. Fram­veg­is verður hægt að bóka flug og hót­el út um all­an heim í gegn­um nýja bók­un­ar­vél sem við vor­um að opna og er á veg­um Úrval Útsýn. Hún virk­ar þannig að þú nýt­ur samt þjón­ustu okk­ar ef eitt­hvað kem­ur upp á ferðalag­inu.  Ef þú þarft að breyta flugi eða hót­el­bók­un þá eru okk­ar ferðaráðgjaf­ar til taks til að aðstoða með það. Í nýju bók­un­ar­vél­inni okk­ar eru í boði 200.000 hót­el og flest öll flug­fé­lög í heim­in­um sem hægt að bóka hjá okk­ur. Við hvetj­um fólk til að prófa þessa nýju bók­un­ar­vél eða hafa sam­band við ferðaráðgjafi sem aðstoða fólk með ánægju varðandi flug eða hót­el,“ seg­ir Þór­unn.  

Mun ferðahegðun fólks breyt­ast eft­ir veiruna?

„Ferðahegðun mun breyt­ast að ein­hverju leyti til að byrja með eins og við þekkj­um með tveggja metra regl­una og að fólk fari var­lega. Það er erfitt að segja ná­kvæm­lega til um það núna hvernig þetta muni þró­ast til framtíðar. Fólk mun ekki hætta að ferðast það held ég sé all­veg ljóst.“

Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is/​Sverr­ir Vil­helms­son
mbl.is