Búin að slökkva eldinn: Húsið rifið

Slökkvilið hefur lokið við að slökkva eld í húsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Nú vinnur slökkvilið að því að rífa húsið. 

Óljóst er hvenær slökkviliðið afhendir lögreglu vettvanginn en húsið er gjörónýtt.

Sex voru fluttir á slysadeild í kjölfar eldsvoðans og var endurlífgun beitt á vettvangi.

Uppfært klukkan 21:37: Einhver eldhreiður, litlir logar, hafa komið upp úr húsinu eftir að slökkviliði tókst að ráða niðurlögum eldsins. 

mbl.is