Prófa nýjan búnað Síldarvinnslunnar

Margrét EA kom til hafnar með 250 tonn af makríl …
Margrét EA kom til hafnar með 250 tonn af makríl og síld. Tilgangurinn var að prófa nýjan búnað í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Mar­grét EA kom í morg­un til hafn­ar í Nes­kaupstað með 250 tonn af mak­ríl og síld. Til­gang­ur veiðiferðar­inn­ar var að sækja afla til þess að prófa nýj­an og breytt­an búnað í fiskiðju­veri Síld­ar­vinnsl­unn­ar, að því er seg­ir á vef fyr­ir­tæk­is­ins.

En búið er að koma upp nýj­um vigt­un­ar­búnaði í ver­inu auk þess sem unn­ar hafa verið end­ur­bæt­ur á vinnslu­línu, meðal ann­ars með tveim­ur sjálf­virk­um flök­un­ar­vél­um frá Baader.

Guðmund­ur Þ. Jóns­son, skip­stjóri á Mar­gréti, seg­ir ekki hafa verið farið langt til að sækja afl­ann og tel­ur hann mak­ríl­vertíðina verða góða.

„Við feng­um þetta úti í kant­in­um á Beru­fjarðaráls­horni og á Papa­grunni. Það var hálf­gerð bræla í gær þegar við vor­um að veiðum. Mak­ríll­inn er að koma þarna en hann er mjög blandaður síld. Um 70% af afl­an­um hjá okk­ur er síld. Þetta var svona prufutúr, það þurfti fisk til að prófa búnað í fiskiðju­ver­inu og ég reikna með að lönd­un hefj­ist nú um há­degi. Ég er mjög bjart­sýnn hvað varðar vertíðina, ég held að þetta verði fín­asta mak­ríl­vertíð.“

Gert er ráð fyr­ir að skip Síld­ar­vinnsl­unn­ar haldi til veiða um helg­ina en áformað er að vertíðin hefj­ist að fullu 1. júlí.

mbl.is