Leikjafræði og algrím ræður vinnslunni

Jón Birgir Gunnarsson, sviðsstjóri sölu- og markaðssviðs Völku, segir samstarfið …
Jón Birgir Gunnarsson, sviðsstjóri sölu- og markaðssviðs Völku, segir samstarfið við FISK Seafood og Samherja mjög mikilvægt upp á þróunarstarfið.

Þótt há­tæknifyr­ir­tækið Valka sé fyrst og fremst þekkt fyr­ir vatns­skurðar­vél­ar sem sjáv­ar­út­veg­ur um all­an heim hef­ur tekið í sína þjón­ustu er vöru­lína þess mun breiðari. Jón Birg­ir Gunn­ars­son, sviðsstjóri sölu- og markaðssviðs fyr­ir­tæk­is­ins, seg­ir fyr­ir­tækið bjóða upp á heild­ar­vinnslu­kerfi sem það hafi fram­leitt fyr­ir fyr­ir­tæki hér á landi, í Nor­egi og Rússlandi á síðustu árum og gef­ist vel.

„Það gera sér ekki all­ir grein fyr­ir því hversu fjöl­breytt­ar lausn­ir við bjóðum en þessi tæki fyr­ir laus­fryst­ar afurðir sem við erum nú að kynna til sög­unn­ar und­ir­strika það,“ seg­ir Jón Birg­ir.

„Mjúk­hent­ur“ búnaður

Í apríl síðastliðnum var greint frá því að Valka og FISK Sea­food á Sauðár­króki hefðu samið um sölu og upp­setn­ingu á nýju tæki sem tryggði sjálf­virka pökk­un og sam­val á létt­söltuðum fyrst­um flök­um. Seg­ir Jón Birg­ir að þessi búnaður muni koma til með að pakka flök­um með mun meiri ná­kvæmni en þekkst hef­ur og koma í veg fyr­ir yf­ir­vi­gt sem leiði til sóun­ar fyr­ir fyr­ir­tækið.

„Þetta tæki virk­ar þannig að við vigt­um og tök­um mynd af hverju og einu stykki sem fer í gegn­um tækið. Svo velj­um við sam­an hvaða stykki henti best sam­an í kassa til þess að tryggja rétta pakkaþyngd.“

Þessi tækni bygg­ist á flókn­um stærðfræðileg­um út­reikn­ing­um sem manns­hönd­in gæti illa eða alls ekki leyst úr.

Nýi búnaðurinn tryggir „mildari“ meðhöndlun hráefnis en í mörgum tækjum …
Nýi búnaður­inn trygg­ir „mild­ari“ meðhöndl­un hrá­efn­is en í mörg­um tækj­um af svipuðum toga.

„Þetta bygg­ist á al­grími sem not­ast við svo­kallaða leikja­fræði til þess að finna út hvaða stykki henta best sam­an. Ef mann­eskja ætlaði að reikna út þessa sam­setn­ingu tæki það alla vega einn vinnu­dag eða meira að pakka í einn kassa. Tækið hjá okk­ur get­ur af­kastað þessu á millisek­únd­um,“seg­ir Jón Birg­ir. Hjá Völku starfa um 30 verk­fræðing­ar sem m.a. koma að þróun þessa hug­búnaðar.

„Þró­un­ar­starfið er geysi­lega öfl­ugt hjá okk­ur og þessi hóp­ur er að skrifa mis­mun­andi gerð af hug­búnaði. Hluti hans vinn­ur að þess­um al­grím­um. Tækn­inni hef­ur verið beitt í meðhöndl­un ferskra mat­væla en ekki frystra eins og við ger­um nú.“

Hann seg­ir að með tækn­inni gef­ist ekki aðeins tæki­færi til að draga úr yf­ir­vi­gt held­ur bæti búnaður­inn einnig meðhöndl­un afurðanna með af­ger­andi hætti.

„Fryst­ar afurðir, hvort sem það eru flök eða bit­ar, eru með svo­kallaðri íshúð sem er mjög viðkvæm fyrst eft­ir að henni hef­ur verið komið á. Þá þarf ekki mikið hnjask til þess að brjóta húðina og auka hætt­una á frostþurrk­un sem við vilj­um ekki sjá. Þess vegna þarf að fara mjög var­lega með vör­una.“

Öflug­ur sam­vals­búnaður

Seg­ir Jón Birg­ir að búnaður­inn sé svo­kölluð ka­rú­sella eða hring­ekja sem stykk­in eru lögð inn á. Svo taki ró­bóta­arm­ar til við að skafa stykk­in út af henni og koma þeim á rétt­an stað í rétta pakkn­ingu.

„Eft­ir að bitarn­ir eru sett­ir inn á ka­rú­sell­una les tækið stærð þeirra og lög­un. Tækið veit sömu­leiðis hvaða bit­ar eru nú þegar komn­ir í hvern kassa. Þá er leikja­fræðinni beitt til að sjá hvaða bit­ar henta best næst ofan í hvern kassa og þannig geng­ur þetta fyr­ir sig þar til kass­arn­ir fyll­ast af réttu magni hver á fæt­ur öðrum.“ Spurður út í af­köst­in í þess­um búnaði seg­ir Jón Birg­ir að hann sé afar mis­jafn.

„Það eru marg­ar breyt­ur sem hafa þar áhrif, m.a. stærð afurðanna sem verið er að vinna með á hverj­um tíma en þau eru mik­il og ættu ekki að verða flösku­háls í fram­leiðslunni.“ Um nokk­urra ára bil hef­ur Sam­herji á Dal­vík unnið að því að koma upp einni tækni­vædd­ustu land­vinnslu í heimi. Meðal búnaðar sem þar verður notaður eru flokk­ar­ar fyr­ir laus­fryst­ar afurðir sem koma úr smiðju Völku.

„Þetta er búnaður sem ætlaður er til að flokka bita eft­ir þyngd, stærð og lög­un. Til er margs kon­ar búnaður sem ger­ir þetta þótt oft­ast sé aðaláhersl­an á þyngd vör­unn­ar. Okk­ur hef­ur hins veg­ar tek­ist með þess­um nýja búnaði að minnka til muna það gólfpláss sem fer und­ir búnaðinn og mun­ar þar um helm­ingi.“

Ekki bara plássið

Jón Birg­ir seg­ir að það sé þó ekki aðeins sparnaður­inn í plássi sem geri búnaðinn frá Völku sér­stak­an.

„Flest­ir flokk­ar­ar vinna á tölu­verðum hraða og skjóta afurðunum hratt í gegn­um sig. Það veld­ur því að afurðirn­ar lemj­ast gjarn­an til og það minnk­ar gæðin á þeim. Það á ekki síst við um sporða og þunnildi en einnig aðrar afurðir sem búið er að íshúða. Búnaður­inn frá okk­ur fer var­leg­ar með vör­una án þess að það komi niður á af­köst­un­um.“

Aðspurður seg­ir hann einnig að búnaður­inn dragi mjög úr aðkomu manns­hand­ar­inn­ar frá því sem verið hef­ur.

Með nýju tækninni sparast gríðarlega mikið og dýrt vinnupláss á …
Með nýju tækn­inni spar­ast gríðarlega mikið og dýrt vinnupláss á gólfi. Ekki þarf að hafa eins langt bil milli bita og dreg­ur það úr þörf á að skjóta afurðinni hratt eft­ir vinnslu­lín­unni.

„Við stefn­um að því að það muni mun færri starfs­menn koma að fram­leiðslunni þegar búnaður­inn er kom­inn í gagnið. Tækni sem er að mestu leyti sjálf­virk mun raða fisk­bit­un­um inn á laus­fryst­inn og þaðan án aðkomu starfs­fólks inn á flokk­ar­ann frá okk­ur.“

Valka fram­leiðir ekki frysti­búnaðinn en kem­ur í raun að hon­um úr báðum átt­um, bæði þar sem afurðirn­ar skila sér inn í hann og tek­ur svo við hon­um þegar fryst­ingu er lokið.

„Það skipt­ir höfuðmáli að halda stjórn á bit­un­um í gegn­um allt ferlið í stað þess sem víðast þekk­ist að fólk þurfi sí­fellt að end­urraða afurðum í á næstu vél. Við stefn­um að því að þessi aðferð spari veru­leg­an mannafla, t.d. í þess­um lausn­um okk­ar við flokk­un og skömmt­un laus­frystra afurða.“

Vipp­ur gera gæfumun­inn

Þegar bitarn­ir koma út úr laus­fryst­in­um tek­ur búnaður Völku við, mæl­ir þá alla og vigt­ar svo hægt sé að ráðstafa þeim á rétt­an stað í hent­ug­ar umbúðir.

„Í til­felli Sam­herja er annaðhvort verið að flokka í trölla­kassa eða kör. Þótt af­köst­in hjá okk­ur séu mik­il ferðast bitarn­ir ekki á eins mikl­um hraða og í hefðbundn­um búnaði. Það er ein­fald­lega ekki þörf fyr­ir það. Við not­um svo­kallaðar vipp­ur til þess að koma bit­un­um af færi­band­inu. Með þessu get­um við haft styttra bil á milli bita sem eyk­ur af­köst­in og ger­ir okk­ur kleift að minnka um­fang búnaðar­ins og spara gólfpláss.“

Að sögn Jóns Birg­is get­ur búnaður­inn haldið uppi mikl­um af­köst­um, allt frá 800 og upp í 2000 kg á klukku­stund.

„Tækn­in hjá okk­ur ræður vel við það og svo fer það eft­ir fram­leiðslu­magn­inu hversu marg­ar braut­ir við setj­um upp.“

Erfitt reyn­ist að fá Jón Birgi til að gefa upp ná­kvæm­ar töl­ur þegar spurt er út í kostnaðinn við smíði búnaðar af þessu tagi.

„Það er nán­ast eins og að spyrja jafn al­mennr­ar spurn­ing­ar og þeirr­ar hvað ein­býl­is­hús kosti. Þau eru jafn mis­jöfn og þau eru mörg. Viðskipta­vin­irn­ir eru með mis­mun­andi þarf­ir eins og gef­ur að skilja. Það hef­ur mik­il áhrif á verðið. Hins veg­ar hef­ur verið gefið upp að samn­ing­ur­inn við FISK Sea­food hljóði upp á um 100 millj­ón­ir og það gef­ur kannski ein­hverja mynd af þessu.“

Hann ít­rek­ar einnig að sam­starfið við Sam­herja á Dal­vík og FISK Sea­food sé mjög dýr­mætt fyr­ir Völku.

„Við get­um ráðist í þessa þróun vegna þess að þessi fyr­ir­tæki trúa á það sem við erum að gera. Án þeirra gæt­um við það tæp­ast. Þetta sam­starf er því afar dýr­mætt.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: