Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu boða til blaðamannafundar í bílasal slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í Skógarhlíð 14 í dag föstudaginn 26. júní kl. 17.30.
Á fundinum munu Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri og Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn fara yfir atburði gærdagsins í vesturbæ Reykjavíkur, þar sem mikill eldsvoði varð í íbúðarhúsnæði. Þrír létust í eldsvoðanum en tveir eru enn á gjörgæslu.