Vill koma starfsmönnunum yfir í sláturhúsið

Aðalsteinn Árni Baldursson er formaður Framsýnar stéttarfélags á Húsavík.
Aðalsteinn Árni Baldursson er formaður Framsýnar stéttarfélags á Húsavík. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Formaður Fram­sýn­ar stétt­ar­fé­lags á Húsa­vík vill koma þeim sem var sagt upp hjá kís­il­veri PCC á Bakka yfir í Norðlenska slát­ur­húsið fyr­ir slát­urtíð, sem hefst 1. sept­em­ber. Dag­setn­ing­arn­ar passa, þetta eru „hörkudug­leg­ir menn“ og til­lög­unni er vel tekið.

„Það er nátt­úru­lega gríðarlegt högg þegar einn mik­il­væg­asti vinnustaður­inn fyr­ir norðan tek­ur ákvörðun um að segja upp tveim­ur þriðjung­um af starfs­fólki sínu. Það er grafal­var­legt og bölvað,“ seg­ir Aðal­steinn Árni Bald­urs­son formaður­inn um upp­sögn kís­il­vers­ins á 80 starfs­mönn­um, sem var til­kynnt um í gær.

Fyr­ir­hugað er að stöðva fram­leiðslu í kís­il­ver­inu eft­ir júlí­mánuð og starfs­menn­irn­ir eru flest­ir á upp­sagn­ar­fresti út sum­arið eða svo. Fjöldi þeirra flutti á svæðið í því skyni að hefja störf hjá PCC, þannig að Aðal­steinn seg­ir þetta meiri­hátt­ar von­brigði.

Búa í hús­næði á veg­um fé­lags­ins

Marg­ir starfs­mann­anna eru þá af er­lend­um upp­runa og búa í hús­næði á veg­um fyr­ir­tæk­is­ins. Aðal­steinn seg­ir kapp lagt á að þeir missi ekki það hús­næði. „Við erum með áætl­un í gangi í sam­starfi við fé­lagið, en fast­eigna­fé­lag tengt þeim er með um 20 íbúðir full­ar af fjöl­skyldu­fólki. Þá eru einnig eins kon­ar ver­búðir sem hýsa 30-40 manns. Við erum að kort­leggja á næst­unni hvernig þessu fólki verður tryggt hús­næði og ekki ýtt út úr þessu hús­næði og því hef­ur verið tekið mjög vel,“ seg­ir Aðal­steinn.

Ljós í myrkr­inu í þessu öllu sam­an er slát­urtíð hjá slát­ur­húsi Norðlenska á Húsa­vík, sem á að hefjast 1. sept­em­ber. Aðal­steinn seg­ir unnið að því að út­vega fjölda þeirra sem var sagt upp hjá PCC starf hjá slát­ur­hús­inu í staðinn þegar slát­urtíð geng­ur í garð. „Þetta er nátt­úru­lega mikið af hörkudug­leg­um mönn­um og ég var að vona að á meðan óviss­an er hjá PCC væri hægt að koma þeim í vinnu í slát­ur­hús­inu, í stað þess að það taki inn þá er­lendu starfs­menn sem það ger­ir ár hvert á þess­um tíma. Það gæti komið sér vel,“ seg­ir hann. 

Norðlenska er eitt stærsta slát­ur­hús á land­inu og slátr­ar um 100 þúsund fjár þetta árið, tel­ur Aðal­steinn. Alls er óvíst hve lengi lok­un­in var­ir í kís­il­ver­inu, þannig að annarra starfa er leitað.

Kísilver PCC á Bakka við Húsavík.
Kís­il­ver PCC á Bakka við Húsa­vík. Morg­un­blaðið/​Hafþór Hreiðars­son

Verðmæt störf að öllu leyti

Þrátt fyr­ir þetta eru upp­sagn­irn­ar og fram­leiðslu­stöðvun­in stórt áfall fyr­ir lítið sam­fé­lag, á Húsa­vík búa um 3.000 manns. Að auki koma marg­ir frá nær­liggj­andi byggðum til vinnu í kís­il­ver­inu hvern dag. 

Að missa 80 störf í kís­il­ver­inu er þungt fyr­ir efna­hag­inn á svæðinu. „Þetta er stærra mál en bara kís­il­verið þar sem það er fjöldi hliðartengdra starfa og eins um­svif á höfn­inni. Það eru skip sem koma og fara með varn­ing, enda er þetta fram­leiðslu­starf­semi sem þarf á vöru að utan að halda. Þetta er bæði inn og út. Síðan eru laun­in góð í verk­smiðjunni, þannig að það eru verðmæti sem fara út í sam­fé­lagið sem tap­ast ef störf­in tap­ast. Þetta eru gríðarlega verðmæt störf þannig að höggið er mun meira en menn ætla,“ seg­ir Aðal­steinn.

Vænt­ir þess að Lands­virkj­un komi til móts við fé­lagið

Aðal­steinn seg­ist vona að starf­semi geti haf­ist aft­ur hið fyrsta en ljóst er að breyt­ing­ar þurfa að verða á hrávörumarkaðnum. Álið hef­ur ekki verið að selj­ast og orku­verðið er hátt, seg­ir hann. Ég geri ráð fyr­ir að for­svars­menn PCC muni leita allra leiða til að halda starf­sem­inni áfram þegar markaður­inn lag­ast. Þá þarf þó að skoða starfs­um­hverfið og fram­leiðslu­kostnaðinn,“ seg­ir hann. 

Hann vænt­ir þess að Lands­virkj­un sé til­bú­in til að koma til móts við fyr­ir­tækið með lægra raf­orku­verði, enda betra að hafa fyr­ir­tækið í rekstri og vél­arn­ar í gangi en að allt stoppi og tekj­urn­ar hætti. 

mbl.is