Samkvæmt heimildum ástralska miðilsins News.com.au er leikarinn Zac Efron fluttur til Ástralíu. Efron er sagður búa í strandbænum Byron Bay, þar sem kollegar hans Liam og Chris Hemsworth búa.
Leikarinn er sagður hafa flutt frá heimabæ sínum Los Angeles í Bandaríkjunum í byrjun árs, en hann sást þar síðast í janúar.
Fregnir herma að Efron hafi lent í norðanverðri Nýju Suður-Wales rétt áður en heimsfaraldurinn skall á og millilandaflug var lagt niður að hluta.
Síðustu vikur hefur fjöldi fólks talið sig hafa séð Efron í Byron Bay, en engum myndum hefur verið deilt á samfélagsmiðlum. Samfélagsmiðlastjarnan Tarsha Withmore sagði í færslu sinni í vikunni að hún hefði verið úti að borða í Byron Bay og séð Efron.
View this post on InstagramA post shared by Tarsha Olarte 🌹 (@tarsha.whitmore) on Jun 18, 2020 at 3:52am PDT
Útvarpsstjarnan Kyle Sandilands gaf það til kynna í áströlskum útvarpsþætti að hann vissi hvar stjarnan væri búsett en sagðist ekki geta sagt nánar frá því.
Efron hefur talað um í viðtölum að hann sé hrifinn af Ástralíu og finnist auðveldara að losna við kastljósið þar en í Kaliforníu.
„Það sem ég elska við Ástralíu er að þar eru margar strandlengjur þar sem enginn er á ferli, það finnur þú ekki í Kaliforníu,“ sagði leikarinn í viðtali árið 2012.