Kerin verða snjallari, umhverfisvænni og öruggari

Daði Valdimarsson, framkvæmdastjóri Sæplasts, segir aðeins tímaspursmál hvenær fyrirtækið mun …
Daði Valdimarsson, framkvæmdastjóri Sæplasts, segir aðeins tímaspursmál hvenær fyrirtækið mun geta boðið upp á fullkomin snjallker sem geta verið í stöðugu sambandi við gagnagrunn og veitt upplýsingar um meðal annars staðsetningu og hitastig. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það markaði mik­il­væg tíma­mót í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi þegar plast­ker­in ruddu sér til rúms. Ker­in breyttu vinnu­brögðum um borð í skip­um, ein­földuðu flutn­inga á fiski og léku stórt hlut­verk í að stór­auka gæði ís­lenskra sjáv­ar­af­urða með bættri meðhöndl­un og betri kæl­ingu afl­ans.

Hjá Sæplasti hef­ur rík áhersla verið lögð á vöruþróun og fyr­ir­tækið unnið náið með grein­inni að því að hanna og fram­leiða enn betri plast­ker. Aug­ljós­asta breyt­ing­in sem orðið hef­ur frá því að fyrstu ker­in komu á markað er að í dag not­ar grein­in mun grynnri ker svo að minni þyngd hvíl­ir á þeim fiski sem ligg­ur neðst í hverju keri.

Sæplast er í út­rás, með verk­smiðjur á Dal­vík, í Kan­ada og á Spáni og meiri­hluta­eig­andi í fé­lagi sem leig­ir plast­ker á Íslandi, í Nor­egi, Dan­mörku, Bretlandi, Frakklandi og víðar, en finna má umboðsmenn og dreifiaðila Sæplasts um all­an heim og viðskipta­vin­irn­ir bæði fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi sem og kjöt­fram­leiðend­ur. Til viðbót­ar við ker­in fram­leiðir Sæplast einnig rotþrær, tanka, brunna og þess hátt­ar bygg­ing­ar­vöru en þær vör­ur sel­ur fyr­ir­tækið ein­vörðungu á heima­markaði, í öll­um helstu bygg­ing­ar­vöru­versl­un­um lands­ins.

Þola 20 tonn

Daði Valdi­mars­son, fram­kvæmda­stjóri Sæplasts, seg­ir vöruþróun und­an­far­inna ára einkum hafa miðað að því að gera ker­in sterk­byggðari og ör­ugg­ari en á sama tíma um­hverf­i­s­vænni og auðveld­ari í flutn­ing­um. „Þegar ker­um hef­ur verið staflað í þrjár eða fjór­ar hæðir er mikið álag komið á neðsta kerið og höf­um við unnið að því að breyta hönn­un­inni þannig að stöfl­un­ar­flöt­ur­inn sé sem breiðast­ur og þyngd­ar­dreif­ing­in sem jöfn­ust. Ný­lega eignuðumst við okk­ar eig­in tæki til að gera álags­próf­an­ir á ker­um og hafa til­raun­ir leitt í ljós að ker­in okk­ar þola nú allt að 20 tonna stöfl­un­ar­álag í skamm­an tíma.“

Tvíburakerin hafa gefið góða raun og mun taka mun minna …
Tví­bura­ker­in hafa gefið góða raun og mun taka mun minna pláss í flutn­ing­um.

Til að auðvelda flutn­inga og hjálpa sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um að minnka kol­efn­is­fót­spor sitt hef­ur Sæplast einnig þróað sk. tví­bura­ker sem fé­lagið er með einka­leyfi á. Þegar þessi ker eru tóm má stafla þeim hverju ofan í annað og þannig rúma 50-60% fleiri ker í hverj­um flutn­inga­bíl. Tví­bura­ker­in hafa líka þann kost að þegar þau eru full af afla og staflað upp er snerti­flöt­ur­inn á milli kera stærri en á hefðbundn­um ker­um og þyngd­ar­dreif­ing­in betri fyr­ir vikið.

Daði seg­ir að þótt tví­bura­ker hafi ótví­ræða kosti sýni reynsl­an að það taki nýj­ar plast­ker­a­lausn­ir um það bil tíu ár að ná al­mennri út­breiðslu í sjáv­ar­út­veg­in­um. „Við gæt­um ekki ákveðið það ein­hliða að bjóða ein­göngu upp á tví­bura­ker því víða myndi það kalla á breyt­ing­ar, s.s. í lest­um skipa og í þvotta­kerf­um, að skipta al­farið yfir í tví­bura­ker. Ekki er um mikl­ar breyt­ing­ar að ræða, en breyt­ing­ar engu að síður, og skemmst að minn­ast þess að það tók t.d. um ára­tug fyr­ir sjáv­ar­út­veg­inn að fara úr því að geyma fisk í köss­um yfir í að nota ker.“

Áskor­un í um­hverf­is­mál­um

Síðast en ekki síst hef­ur Sæplast lagt áherslu á að þróa ker sem auðveld­ara er að end­ur­vinna. Að gera um­hverf­i­s­vænni ker er hæg­ara sagt en gert og þarf að finna rétta jafn­vægið á milli þess ann­ars veg­ar að ker­in þjóni hlut­verki sínu vel, séu sterk­byggð og hafi góða hita­ein­angr­un, og hins veg­ar að þau séu gerð úr efn­um sem ekki er erfitt að end­ur­vinna: „Við bjóðum upp á tvenns kon­ar gerðir af ker­um. Eldri gerðin er gerð úr pó­lýetý­lenskel með pó­lý­úret­an­fyll­ingu en vand­inn er sá að með því að nota tvö ólík efni verður end­ur­vinnsla flókn­ari og að auki ekki hægt að end­ur­vinna pó­lý­úret­an svo að ým­ist þarf að urða efnið eða brenna. Rétt fyr­ir alda­mót­in sett­um við síðan á markað ker sem nota ein­göngu pó­lýetý­len bæði í skel og fyll­ingu. Við búum til nk. pó­lýetý­len­froðu sem veit­ir ágæta ein­angr­un, og þar sem aðeins er notað eitt efni í allt kerið hent­ar það vel til end­ur­vinnslu en hef­ur á móti ögn minni hita­ein­angr­un­ar­getu. Pó­lýetý­len­ker­in eru líka þyngri, en á móti kem­ur að þau eru alla jafna sterk­ari og end­ing­ar­betri.“

Næsta áskor­un er fólg­in í því að nota end­urunnið plast í ker­in sjálf en þær regl­ur gilda um umbúðir mat­væla að end­urunnið efni má ekki kom­ast í snert­ingu við mat­væl­in. Gæti end­urunnið pó­lýetý­len þá verið notað í froðuna í hverju keri en nýtt pó­lýetilín í skel­ina sem fer þar utan um.

Snjall­ker bæta rekj­an­leika

Í framtíðinni má svo reikna með að plast­ker muni leika enn stærra hlut­verk í tækni­væðingu sjáv­ar­út­vegs­ins og þeirri miklu áherslu sem lögð er á rekj­an­leika sjáv­ar­af­urða. Daði upp­lýs­ir að þróun nk. snjall­kerja hafi verið í gangi um nokk­urt skeið. „Við get­um nú þegar boðið upp á ker með strika­merki og ör­merki á ein­um og sama miðanum sem steypt­ur er inn í kerið,“ seg­ir Daði en skynj­ar­ar um borð í skip­um, fisk­vinnsl­um og á mörkuðum geta greint ör­merk­in þráðlaust og þannig rakið ferðalag fisks­ins í hverju kari. „Það er ekki spurn­ing um hvort held­ur hvenær ker­in okk­ar geta verið í beinu og stöðugu sam­bandi við gagna­grunn sem held­ur utan um þætti á borð við staðsetn­ingu kers­ins, hita­stig og annað slíkt.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: