Berlín að hætti Línu og Gumma

Gummi og Lína njóta Berlínar.
Gummi og Lína njóta Berlínar. Skjáskot/Instagram

Áhrifa­vald­ur­inn Lína Birgitta Sig­urðardótt­ir og kær­asti henn­ar Guðmund­ur Birk­ir Pálma­son, Gummi „kíró“, skelltu sér til Berlín­ar í Þýskalandi um helg­ina. 

Lína og Gummi eru bæði smekk­mann­eskj­ur og nutu alls þess besta sem borg­in hef­ur upp á að bjóða. Marg­ir eru for­vitn­ir um ferðalag pars­ins á meðan heims­far­ald­ur geis­ar en Lína seg­ir ferðalagið hafi verið öðru­vísi en allt gengið vel. 

Þið eruð hel­víti mörg búin að spyrja hvernig sé að ferðast í þessu ástandi. Fyr­ir flug þarf maður að checka inn all­an far­ang­ur og líka hand­far­ang­ur nema þið séuð með mjög litla tösku sem pass­ar und­ir sætið hjá næsta farþega. Það verða all­ir að fljúga með grímu og það er eng­in af­greiðsla um borð í vél­un­um. Það verða einnig all­ir að nota grímu í versl­un­um og helst í leigu­bíl­um, Uber og þess hátt­ar. Það er spritt alls staðar og á flest­um stöðum er maður beðinn um að spritta sig áður en maður kem­ur inn (helst í versl­un­um) og svo er maður beðinn um að skrifa niður nafnið sitt og hvar maður er að gista upp á að það sé hægt að rekja ferðir manns! Ann­ars eru flest­ir bara hel­víti góðir á því,“ seg­ir Lína í færslu sinni á In­sta­gram

Lína er mik­il brunch-kona og mæl­ir með tveim­ur morg­un­verðar/​brunch-stöðum í borg­inni. Hún mæl­ir með staðnum Mahlo Brunch Bar og hrós­ar sér­stak­lega acai-skál­inni og pönnu­kök­un­um. Hún mæl­ir einnig með morg­un­verðarstaðnum Factory Girl. 

mbl.is