Enn þurfa stórir hluthafar að bíða nánari upplýsinga

Útboðinu var frestað í gær.
Útboðinu var frestað í gær. mbl.is/Sigurður Bogi

Lengri tíma mun taka að ná samn­ing­um við helstu lán­ar­drottna og viðskipta­menn Icelanda­ir Group en von­ir stóðu til.

Þannig standa enn yfir viðræður við inn­lend­ar banka­stofn­an­ir og er­lend­ar um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu fé­lags­ins. Þá eru viðræður við flug­véla­leigu­sala á viðkvæmu stigi en þeir hafa fjár­magnað end­ur­nýj­un flug­flota fé­lags­ins sem nú stend­ur að hluta kyrr­sett­ur í Frakklandi.

Heim­ild­ir Morg­un­blaðsins herma að viðræður við Íslands­banka og Lands­banka, ásamt for­svars­mönn­um rík­is­sjóðs, gangi vel en þær miða bæði að því að bank­arn­ir breyti lán­um á hend­ur fé­lag­inu í hluta­fé og að rík­is­sjóður veiti rík­is­ábyrgð á lánalín­um sem hægt verði að grípa til ef þörf kref­ur. Einnig herma heim­ild­ir Morg­un­blaðsins að viðræður við CIT Bank sem er stór lán­ar­drott­inn gangi vel. Þar eigi hins veg­ar, eins og í til­felli hinna bank­anna, eft­ir að hnýta lausa enda og ekki verði gengið frá þeim með viðun­andi hætti fyrr en hluta­fjárút­boð hef­ur farið fram og nýju fé til rekstr­ar­ins verið safnað, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: