Hefjast handa við mikla uppbyggingu

Frá undirritun viljayfirlýsingar í dag.
Frá undirritun viljayfirlýsingar í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Akra­nes­kaupstaður og Brim hafa tekið hönd­um sam­an og stofnað sam­eig­in­legt þró­un­ar­fé­lag. Morg­un­blaðið greindi fyrst frá áformun­um, en gert er ráð fyr­ir áfanga­skiptri upp­bygg­ingu til langs tíma þar sem lagt verður upp með upp­bygg­ingu í ferðaþjón­ustu, heilsu og há­tækni.

Brim er ætlað að efla at­vinnu­tæki­færi, ný­sköp­un og skap­andi grein­ar á svæðinu og þá er gert ráð fyr­ir nýrri íbúa­byggð á Breið. Þar eiga Akra­nes­kaupstaður og Brim meiri­hluta lóða og fast­eigna á svæðinu, en mik­il tæki­færi eru tal­in til upp­byggin­ar. 

Ráðherra vernd­ari verk­efn­is­ins

Mark­mið aðila er að skapa um­hverfi þar sem miðlun ólíkr­ar þekk­ing­ar á sviði tækni, lýðheilsu og um­hverf­is­mála muni stuðla að rann­sókn­um og ný­sköp­un í fremstu röð sem muni leysa úr ólík­um áskor­un­um og vanda­mál­um sem að heim­in­um steðja. Þá verði lögð áhersla á verk­efni sem stuðla á einn eða ann­an hátt að því að Ísland nái að upp­fylla alþjóðleg­ar skuld­bind­ing­ar í um­hverf­is­mál­um

Í til­efni af stofn­un fé­lags­ins hef­ur Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, tekið að sér að vera sér­leg­ur vernd­ari verk­efn­is­ins og skrifað und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu um fyrsta verk­efni þró­un­ar­fé­lags­ins um stofn­un rann­sókn­ar- og ný­sköp­un­ar­set­urs auk sam­vinnu­rým­is á Breið.

Áhersla á ný­sköp­un

Byggt verður upp rann­sókn­ar- og ný­sköp­un­ar­set­ur, aðstaða sem býður upp á lif­andi starf­semi og inn­blást­ur til skap­andi lausna þvert á grein­ar. Sta­f­ræn smiðja (Fab Lab) verður komið fyr­ir í hús­næði sem ger­ir frum­kvöðlum kleift að vinna sam­an að hönn­un og út­færslu hug­mynda. Þá verður sam­starf við lyk­il at­vinnu­grein­ar og öfl­ug fyr­ir­tæki um rann­sókn­ir og ný­sköp­un í snjall­væðingu í sam­starfi við skóla lands­ins.

Höfuðstöðvar Brim.
Höfuðstöðvar Brim. mbl.is/​​Hari
mbl.is