Milljarðafjárfesting Brims á Grænlandi

Dótturfélag Brims utan um starfsemi á Grænlandi var stofnað fyrr …
Dótturfélag Brims utan um starfsemi á Grænlandi var stofnað fyrr á árinu. mbl.is/Hari

Stjórn út­gerðarfé­lags­ins Brims hf. ákvað á fundi sín­um í dag að fjár­festa i græn­lenska sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­inu Arctic Prime Fis­heries Aps. Fjár­fest­ing Brims er um 85 millj­ón­ir evra (13,3 ma.kr.) í formi hluta­fjár­kaupa, fjár­mögn­un­ar og skipa­kaupa og mun fé­lagið eign­ast 16,5% hlut í græn­lenska fé­lag­inu. Ákvörðunin er tek­in í kjöl­far stofn­un­ar dótt­ur­fyr­ir­tæk­is Brims á Græn­landi fyrr á ár­inu.

Í til­kynn­ingu frá Brimi seg­ir að mark­mið fjár­fest­ing­ar­inn­ar sé að breikka grund­völl starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins og efla sam­starf við Arctic Prime Fis­heries á Suður-Græn­landi um veiðar. Arctic Prime Fis­heries var stofnað árið 2006 og stund­ar bæði veiðar og vinnslu á Suður- og Aust­ur-Græn­landi. Afla­heim­ild­ir fé­lags­ins nema um 10.000 tonn­um af botn­fiski, einkum þorski en einnig krafa og grá­lúðu, auk 18.000 tonna af upp­sjáv­ar­fiski, mak­ríl og síld.

Til þess fallið að auka verðmæti Brims

Fyr­ir­tækið hef­ur fram tl þessa gert út einn frysti­tog­ara og eitt línu­skip auk þess að starf­rækja fjór­ar fisk­vinnsl­ur og er það eina fyr­ir­tækið sem stund­ar land­vinnslu sjáv­ar­af­urða á aust­ur­strönd Græn­lands. Sam­hliða kaup­un­um mun Brim selja fé­lag­inu núsmíðaðan frysti­tog­ara, Illi­veq, en hann var af­hent­ur frá skipa­smíðastöð á Spáni í maí.

„Við telj­um það hag­stætt og til þess fallið að auka verðmæti Brims, að taka þátt í því, ásamt Græn­lend­ing­um, að nýta þau tæki­færi sem fel­ast í þróun sjáv­ar­út­vegs á Suður- og Aust­ur-Græn­landi. Sú þekk­ing og reynsla sem starfs­fólk Brims og Arctic Prime Fis­heries búa yfir er vel til þess fall­in að auka og efla sam­starf þess­ara ná­granna- og vinaþjóða á sviði sjáv­ar­út­vegs.” er haft eft­ir Kristjáni Þ. Davíðssyni, stjórn­ar­for­manni Brims í til­kynn­ingu.

mbl.is