Ganga ekki í störf annarra

Hvorki skip­stjórn­ar­menn né vél­stjór­ar á Herjólfi munu ganga í störf há­seta og þerna á meðan verk­fallsaðgerðum fé­lags­manna í Sjó­manna­fé­lagi Íslands stend­ur, að því er fram kem­ur í sam­eig­in­legri yf­ir­lýs­ingu Fé­lags skip­stjórn­ar­manna og Fé­lags vél­stjóra og málm­tækni­manna. 

„Það er grunnkrafa launa­fólks að fá að semja um sín kjör og beita verk­falls­vopn­inu ef það þarf. Það er öll­um ljóst sem þekkja til að á meðan á verk­falli stend­ur hjá há­set­um og þern­um mun skipið ekki sigla.“

Fé­lags­menn í Sjó­manna­fé­lagi Íslands sem vinna hjá Herjólfi lögðu niður störf í einn sól­ar­hring í gær vegna kjara­deilu fé­lags­ins og Herjólfs ohf. Frek­ari vinnu­stöðvan­ir eru fyr­ir­hugaðar en skipið sigl­ir ótruflað í dag. 

mbl.is