Segir kröfur sjómanna óraunhæfar

Guðbjartur Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ofh.
Guðbjartur Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ofh. mbl.is/Óskar Pétur

Kröf­ur Sjó­manna­fé­lags Íslands í kjara­deilu sinni við Herjólf ohf. fælu í sér grund­vall­ar­kerf­is­breyt­ing­ar á rekstri fé­lags­ins og eru langt um­fram getu þess. Þetta seg­ir Guðbjart­ur Ell­ert Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Herjólfs ohf.

Samn­inga­nefnd­ir áttu klukku­stund­ar­lang­an fund í dag og skilaði hann litl­um ár­angri að sögn Jónas­ar Garðars­son­ar, for­manns Sjó­manna­fé­lags­ins. Meg­in­kröf­ur Sjó­manna­fé­lags­ins eru að vinnu­skylda starfs­manna verði minnkuð um 25%, úr 190 í 142,5 klukku­stund­ir á mánuði án launa­skerðing­ar, en til þess þyrfti að fjölga áhöfn­um á Herjólfi úr þrem­ur í fjór­ar.

Guðbjart­ur seg­ir þær kröf­ur óraun­hæf­ar. „Al­var­leg­ast í þessu er að menn geti ekki lesið rétt í vinnu­markaðinn og það ástand sem rík­ir,“ seg­ir hann. „Það hlýt­ur að vera á ábyrgð Sjó­manna­fé­lags­ins að miða að því að ná samn­ing­um um lífsviður­væri fólks til lengri tíma,“ seg­ir hann.

Eng­inn kjara­samn­ing­ur hef­ur verið gerður milli Sjó­manna­fé­lags­ins og Herjólfs ofh. frá því síðar­nefnda fé­lagið tók við rekstri Herjólfs af Eim­skip­um árið 2018. Herjólf­ur ohf. hef­ur þegar samið við Sjó­manna­fé­lagið Jöt­unn, en minni­hluti starfs­manna Herjólfs er í því stétt­ar­fé­lagi og hef­ur formaður Sjó­manna­fé­lags Íslands sakað fé­lagið um að vera í „eigu Herjólfs“, stofnað til mála­mynda.

Guðbjart­ur seg­ir af­stöðu samn­inga­nefnd­ar Herjólf þá að samn­ing­ur við Sjó­manna­fé­lagið eigi að vera sam­bæri­leg­ur samn­ingn­um við Jöt­unn, sem aft­ur bygg­ist á lífs­kjara­samn­ing­un­um og fel­ur í sér krónu­tölu­hækk­an­ir til fé­lags­manna.

Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands.
Jón­as Garðars­son, formaður Sjó­manna­fé­lags Íslands. mbl.is/​Hari
mbl.is