Telja sig hafa fundið sjaldgæfa fílsungatvíbura

Talið er að fílsungarnir séu sjaldgæfir tvíburar.
Talið er að fílsungarnir séu sjaldgæfir tvíburar. AFP

Þjóðgarðsverðir í Minner­iya í Sri Lanka komu auga á tvo fílsunga drekka frá sömu fíls­móður á dög­un­um og telja það full­víst að um sé að ræða tví­bura.

Talið er að fílsung­arn­ir sé um þriggja til fjög­urra vikna gaml­ir, en þeir til­heyra fíla­hjörð í Minner­iya-griðland­inu um 200 kíló­metra norðaust­ur af Colom­bo, höfuðborg Sri Lanka.

Afar sjald­gæft er að fíl­ar eign­ist fleiri en eitt af­kvæmi í einu, en unnið er að rann­sókn á erfðaefni fílsung­anna til að ganga úr skugga um að þeir séu virki­lega tví­bur­ar. Reyn­ist það rétt verður um að ræða fyrstu fílsungatvíbur­ana sem orðið hef­ur vart við á Sri Lanka.

AFP
mbl.is