Ein tæknivæddasta vinnsla í heimi í Grindavík

Vinnslulína Vísis í Grindavík hefur aukið afköst úr 25 tonnum …
Vinnslulína Vísis í Grindavík hefur aukið afköst úr 25 tonnum í 80 tonn með umfangsmikilli tækni- og sjálfvirknivæðingu á undanförnum árum.

Á und­an­förn­um árum hef­ur stöðugt bæst við nýr tækni- og hug­búnaður frá Mar­el í hvít­fisk­vinnslu Vís­is í Grinda­vík. Var nýj­ustu viðbót­inni komið fyr­ir í nóv­em­ber í fyrra og í maí síðastliðnum og er um að ræða sjálf­virka pökk­un­ar- og sam­valsró­bota sem tengj­ast miðlæg­um hug­búnaði sem teng­ir tæk­in og stjórn­end­ur nota til þess að stýra fram­leiðslunni og fram­leiða sam­kvæmt pönt­un­um.

Með því að hafa lokið upp­setn­ing­unni er vinnslu­lína Vís­is ein tækni­vædd­asta og full­komn­asta fisk­vinnsla í heimi, að sögn Guðbjarg­ar Heiðu Guðmunds­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra fiskiðnaðar hjá Mar­el.

Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir.
Guðbjörg Heiða Guðmunds­dótt­ir. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Hún seg­ir Mar­el hafa verið í vöruþró­un­ar­sam­starfi við Vísi um langt skeið og árið 2006 var mik­il­vægt skref stigið þegar Vís­ir festi kaup á vél- og hug­búnaði. Síðan hef­ur Vís­ir tækni­vætt vinnsl­ur sín­ar enn frek­ar skref fyr­ir skref og tók fyr­ir­tækið stórt skref í tækni­væðingu árið 2015 með FleX­icut-vatns­skurðar­vél­um. „Um dag­inn fór­um við inn með ró­bot­ana okk­ar sem um­bylta því hvernig pakkað er og Sensor-X-rönt­gen­búnaðinn sem eyk­ur mat­væla­ör­yggi,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.

Kall­ar á eft­ir­fylgni

Tækni­væðing vinnsl­unn­ar síðustu ár hef­ur leitt til þess að Vísi hef­ur tek­ist að vera með vinnslu í fremstu röð og seg­ir Guðbjörg Heiða að fram­leiðnin hafi nær þre­fald­ast frá ár­inu 2015. Ró­bot­ar draga veru­lega úr snert­ingu manns­hand­ar á fiski, sem eyk­ur ná­kvæmni í vinnslu­ferl­inu, lág­mark­ar yf­ir­vi­gt og eyk­ur gæði, að sögn henn­ar.

Guðbjörg Heiða seg­ir tækni- og sjálf­virkni­væðingu í mat­vælaiðnaði með aðkomu Mar­els ekki aðeins fel­ast í sölu búnaðar til vinnsluaðila. „Við rækt­um sam­bönd við viðskipta­vini okk­ar sem eru yf­ir­leitt ára­löng. Þá skipt­ir máli að vera með þjón­ustu­fólk á svæðinu, bjóða alla vara­hluti og eft­ir­fylgni til þess að geta þjón­ustað alla okk­ar viðskipta­vini með sömu gæðum og áreiðan­leika óháð stærð þeirra eða um­fangi.“

Pökkunar- og samvalsróbotar taka við hlutverki sem áður var gert …
Pökk­un­ar- og sam­valsró­bot­ar taka við hlut­verki sem áður var gert með manns­hendi.

Þegar nýj­um há­tækni­búnaði er komið fyr­ir þarf að sjá til þess að hægt sé að nýta hann rétt til að tryggja há­marks­af­köst og býður Mar­el starfs­fólki þjálf­un í notk­un hans, að sögn Guðbjarg­ar Heiðu. Bend­ir hún á að fyr­ir­tækið hafi veitt tals­verðum fjölda starfs­manna viðskipta­sviðs þjálf­un á dög­un­um vegna um­fangs­mik­illa breyt­inga á fisk­vinnslu­lín­um. „Það er ekk­ert hægt að labba frá þessu fyrr en þetta er farið að virka og þá verða all­ir að vera með skiln­ing á sínu hlut­verki í ferl­inu.“

Þá eru lang­tíma­sam­bönd við viðskipta­vini, eins og í til­felli Vís­is, hag­felld með gagn­kvæm­um hætti þar sem báðir aðilar hagn­ast á því að finna sí­fellt bætt­ar leiðir til þess að nýta tæki og hug­búnað, að sögn Guðbjarg­ar Heiðu.

Ný störf verða til

„Sum­ir viðskipta­vin­ir okk­ar vilja kaupa lausn­ir sem eru til­bún­ar og sann­reynd­ar á markaði. Á meðan vilja aðrir vera allra fremst í inn­leiðingu á nýrri tækni og nýj­um fram­leiðsluaðferðum. Þeir vilja vera leiðandi með okk­ur í ný­sköp­un og við lær­um gríðarlega mikið af því sam­starfi. Töfr­arn­ir verða þegar maður er kom­inn út í vinnsl­urn­ar og keyr­ir tæk­in, þá fyrst opn­ast all­ar gátt­ir.“

Oft er rætt um að sjálf­virkni­væðing vinnslna sé til þess fall­in að fækka störf­um. Mynd­in er hins veg­ar ekki svo ein­föld að sögn Guðbjarg­ar Heiðu, sem bend­ir á að breyt­ing­un­um fylgi óhjá­kvæmi­lega að til verða önn­ur störf.

„Störf­um hef­ur ekki fækkað, en virðis­aukn­ing­in sem kem­ur úr verk­smiðjunni er gríðarleg,“ út­skýr­ir hún og bæt­ir við að til verði til að mynda eft­ir­sókn­ar­verð há­tæknistörf og störf við gæðaeft­ir­lit.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: