„Við erum bara stéttarfélag að sinna okkar fólki“

Formaður sjómannafélagsins Jötuns kveðst ekki hafa vitað af því að …
Formaður sjómannafélagsins Jötuns kveðst ekki hafa vitað af því að Herjólfur ohf. hygðist nýta samninga félagsins fyrir starfsmenn í öðrum stéttarfélögum. mbl.is/Sigurður Bogi
Kolbeinn Agnarsson
Kol­beinn Agn­ars­son

„Ég sem bara fyr­ir mitt fólk,“ seg­ir Kol­beinn Agn­ars­son, formaður sjó­manna­fé­lags­ins Jöt­uns í Vest­manna­eyj­um, í sam­tali við 200 míl­ur. Hann seg­ir eina mark­mið fé­lags­ins með samn­ingi við Herjólf ohf. hafi verið að semja fyr­ir sína fé­lags­menn.

Deila um hvort kjara­samn­ing­ur­inn gildi fyr­ir starfs­menn Herjólfs sem eru í Sjó­manna­fé­lagi Íslands hef­ur leitt til þess að vinnu­stöðvan­ir hafa verið boðaðar, en flest­ir starfs­menn eru í fé­lag­inu.

Jón­as Garðars­son, formaður samn­inga­nefnd­ar Sjó­manna­fé­lags Íslands, full­yrti í gær að ekki var kosið um kjara­samn­ing sem Jöt­unn gerði við Herjólf og for­svars­menn Herjólfs telja að gildi fyr­ir fé­lags­menn Sjó­manna­fé­lags Íslands. Jafn­framt hélt hann því fram að samn­ing­ur­inn væri fal­in í skúffu.

Þessu vís­ar Kol­beinn á bug. „Við sömd­um við Herjólf fyr­ir Jöt­unn. Hvorki ég né aðrir hafa samn­ings­um­boð fyr­ir ein­hver önn­ur fé­lög.“ Samn­ing­ur­inn var því bor­inn und­ir fé­lags­menn Jöt­uns að sögn Kol­beins. Jafn­framt hef­ur verið haft eft­ir hann á Eyj­ar.net að eng­in leynd sé yfir samn­ingn­um sem er öll­um aðilum aðgengi­leg­ur á skrif­stofu fé­lags­ins.

Kol­beinn út­skýr­ir að Jöt­unn hafi á sín­um tíma farið á leit við Herjólf um að semja fyr­ir sína fé­lags­menn og var gengið frá samn­ingi í fe­brú­ar. „Við erum bara stétt­ar­fé­lag að sinna okk­ar fólki. Síðan tek­ur Herjólf­ur ákvörðun um að setja alla starfs­menn á þenn­an samn­ing sem var gerður við okk­ur.“

Það sé því ljóst að Jöt­unn sé ekki aðili að deil­unni að mati Kol­beins sem kveðst ekki ætla að hafa frek­ari aðkomu að henni.

mbl.is