Muji óskar eftir greiðslustöðvun

Fyrirtækið hefur sótt um greiðslustöðvun vestanhafs.
Fyrirtækið hefur sótt um greiðslustöðvun vestanhafs. Reuters/Stringer

Jap­anska tísku­vöru­versl­un­in Muji í Banda­ríkj­un­um hef­ur óskað eft­ir greiðslu­stöðvun þar í landi. Nær beiðnin ein­ung­is yfir versl­an­ir vörumerk­is­ins vest­an­hafs en ekki í Jap­an eða ann­ars staðar. Frá þessu grein­ir Bus­iness Insi­der. 

Vand­ræði fyr­ir­tæk­is­ins hóf­ust í kjöl­far heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru. Eig­andi versl­un­ar­inn­ar, Ryohin Keikaku Co, gaf út á í gær að nú tæki við vinna við að að end­ur­semja við lána­drottna. Þá verði óhag­kvæm­um búðum sömu­leiðis lokað, en frá því að far­ald­ur­inn hófst hef­ur Muji þurft að loka öll­um 18 úti­bú­um fyr­ir­tæk­is­ins í Banda­ríkj­un­um. 

Muji er ekki eina vörumerkið í Banda­ríkj­un­um sem hef­ur orðið illa fyr­ir barðinu á kór­ónu­veirunni, en fyr­ir­tæki á borð við J.Crew og Brooks Brot­h­ers óskuðu ný­verið eft­ir greiðslu­stöðvun. Eig­andi Muji ít­rekaði í til­kynn­ingu vegna lok­un­ar­inn­ar að hún næði ein­vörðungu til starf­sem­inn­ar vest­an­hafs þrátt fyr­ir dapra af­komu í öðrum ríkj­um. 

mbl.is