Styður tillögu sóttvarnalæknis um endurskoðun

Starfsmenn undirbúa skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli.
Starfsmenn undirbúa skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

„Mér hugn­ast ágæt­lega þær áhersl­ur Þórólfs að end­ur­meta skiman­ir um mánaðamót og það fyr­ir­komu­lag sem tekið verður upp á mánu­dag,“ seg­ir Ragn­ar Freyr Ingvars­son, um­sjón­ar­lækn­ir covid-deild­ar Land­spít­al­ans um svör Þórólfs Guðna­son­ar sótt­varna­lækn­is og Kára Stef­áns­son­ar, for­stjóra Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, við gagn­rýni hans og fleiri lækna á skiman­ir á landa­mær­um voru bor­in und­ir hann.

Hann vísaði að öðru leyti á færslu á Face­book-síðu sinni sem hann setti inn eft­ir upp­lýs­inga­fund Al­manna­varna í fyrra­dag þar sem Þórólf­ur skýrði til­lög­ur sín­ar.

Þar sagðist Ragn­ar Freyr geta stutt heils­hug­ar til­lögu Þórólfs um að hætta skimun­um í lok mánaðar­ins og tek­ur fram að gagn­rýni hans hafi end­ur­speglað ótta hans við að þess­um skimun­um yrði haldið áfram fram eft­ir hausti. Sé því ljóst að þær muni kosta minna en hann hafi ótt­ast.

Ragn­ar gagn­rýndi upp­haf­lega að Land­spít­al­inn væri lát­inn skima fríska ferðamenn við landa­mæri og verja til þess millj­örðum. Það væri ekki hlut­verk há­skóla­sjúkra­húss­ins að sinna frísku fólki enda hefði það næg verk­efni önn­ur.

Í færslu sinni í fyrra­dag viður­kenndi Ragn­ar að hann hafi ekki lesið samn­inga sótt­varna­lækn­is og rann­sókn­ar­stofa Land­spít­al­ans en þar standi að LSH beri að taka þátt í aðgerðum sem varða al­manna­heill. Sagði hann sér ljúft og skylt að taka und­ir það en sagðist þó hnjóta um þá túlk­un sótt­varna­lækn­is að skil­greina skim­um frískra ferðamanna sem slíka aðgerð. helgi@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: