Tveir sólarhringar án siglinga

Á meðan vinnustöðvun stendur mun Herjólfur ekki sigla.
Á meðan vinnustöðvun stendur mun Herjólfur ekki sigla.

„Það er allt hið tíðinda­laus­asta á víg­stöðvun­um,“ seg­ir Jón­as Garðars­son, formaður samn­inga­nefnd­ar Sjó­manna­fé­lags Íslands spurður um viðræður fé­lags­ins við Herjólf ohf. Fé­lags­menn Sjó­manna­fé­lags Íslands leggja niður störf á miðnætti og stend­ur vinnu­stöðvun­in yfir í tvo sól­ar­hringa. 

Á meðan henni stend­ur mun Herjólf­ur ekki sigla. Deil­an er kom­in á borð rík­is­sátta­semj­ara og seg­ir Jón­as enga fundi fyr­ir­hugaða.

Fé­lags­menn Sjó­manna­fé­lags Íslands hafa áður lagt niður störf í einn sól­ar­hring, sjö­unda júlí síðastliðinn. Þá er þriðja vinnu­stöðvun­in áætluð frá miðnætti 28. júlí, ef deiluaðilar ná ekki sam­an. Sú vinnu­stöðvun mun standa yfir í þrjá sól­ar­hringa.

Jón­as seg­ir Sjó­manna­fé­lag Íslands standa fast á sín­um kröf­um. Höfuðkraf­an er sú að full­ur vinnu­mánuður verði stytt­ur um 25% án launa­skerðing­ar.

mbl.is