Staðan ekki boðleg samfélaginu okkar

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir áhrifin af vinnustöðvuninni gríðarlega mikil.
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir áhrifin af vinnustöðvuninni gríðarlega mikil. mbl.is/Óskar Pétur

„Ég tek ekki efn­is­lega af­stöðu enda deil­an ekki á mínu borði. En þetta hef­ur gríðarlega mik­il áhrif á sam­fé­lagið allt og við hörm­um það að þessi vinnu­deila sé að hafa þau áhrif að þjóðveg­ur­inn okk­ar sé lokaður.“

Þetta seg­ir Íris Ró­berts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Vest­manna­eyja­bæj­ar, í sam­tali við mbl.is um aðra vinnu­stöðvun fé­lags­manna Sjó­manna­fé­lags Íslands í áhöfn Herjólfs sem nú stend­ur yfir. Hún hef­ur þau áhrif að Herjólf­ur sigl­ir ekki í tvo sól­ar­hringa.

Deil­an er á borði rík­is­sátta­semj­ara en eng­ir fund­ir hafa verið boðaðir. Síðasti fund­ur samn­inga­nefnda Herjólfs ohf. og Sjó­manna­fé­lags­ins fór fram 8. júlí.

Von­ar að deiluaðilar leysi málið

Skip­verj­arn­ir lögðu niður störf í einn sól­ar­hring, þann 7. júlí síðastliðinn. Þriðja vinnu­stöðvun­in er áætluð frá miðnætti 28. júlí og mun hún standa yfir í þrjá sól­ar­hringa.

„Ég vona það besta – að deiluaðilar klári þetta af því að staðan eins og hún er núna er ekki boðleg sam­fé­lag­inu okk­ar,“ bæt­ir Íris við.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina